Fæðingarorlof
Greitt er í lífeyrissjóð af tekjum frá Fæðingarorlofssjóði svo þú heldur þínum réttindum til áfallaverndar virkum á meðan iðgjöld eru greidd.
Ef barnaeignarleyfi er tekjulaust og ekki eru greidd iðgjöld til sjóðsins er ráðlegt að skoða hvort þú missir réttindi til áfallaverndar. Skoða þarf hvort ástæða sé til að afla viðbótartryggingar ef um er að ræða langt tímabil.
Hjá okkur ertu þó aðeins sex mánuði að endurávinna þér rétt til framreiknings réttinda eftir að byrjað er að greiða aftur í sjóðinn.
Þeir sem eru með lán hjá sjóðnum geta sótt um greiðsluhlé lána í fæðingarorlofi.
Hjúkrunarheimili
Ef annað hjóna eða sambýlisfólks flytur á hjúkrunarheimili getur annað þeirra verið í þeirri aðstöðu að reka áfram sama heimili. Þá getur verið góður kostur að skipta lífeyrisgreiðslum til hálfs við makann. Skiptingin þarf að vera gagnkvæm.
Veikindi
Þegar langvarandi, alvarleg veikindi steðja að nýtir þú fyrst veikindarétt þinn hjá launagreiðanda. Þá tekur við sjúkrasjóður stéttarfélags. Þegar sjúkrasjóður tæmist gætir þú átt rétt á endurhæfingar-/örorkulífeyri hjá TR. Ef missir starfsorku er að minnsta kosti 50% í 6 mánuði að lágmarki, með tilheyrandi tekjutapi, tekur við örorkulífeyrir hjá lífeyrissjóði.
Maka- og barnalífeyrir
Við andlát maka er greiddur makalífeyrir til eftirlifandi maka og barnalífeyrir til barna yngri en 20 ára. Réttur til makalífeyris er alltaf fyrir hendi, en hann er mismikill eftir aðstæðum sjóðfélaga.
Nánar
Hvernig nota ég séreignina?
Séreignarsparnað getur þú notað til að ferðast, hætta fyrr að vinna eða notað skattfrjálst til að auka sparnað í fasteign og lækka greiðslubyrði. Hvernig ætlar þú að nota þinn sparnað?
Nánar
Örorku- og barnalífeyrir
Þú átt rétt á örorkulífeyri ef starfsgeta þín skerðist vegna sjúkdóma eða slyss þannig að trúnaðarlæknir sjóðsins meti skerðinguna til a.m.k. 50% örorku.
Nánar
Námsleyfi eða leyfi frá vinnu
Ef leyfi frá vinnu er tekjulaust og ekki eru greidd iðgjöld til sjóðsins er ráðlegt að skoða hvort þú missir réttindi til áfallaverndar. Skoða þarf hvort ástæða sé til að afla viðbótartryggingar ef um er að ræða langt tímabil.
Hjá okkur ertu þó aðeins sex mánuði að endurávinna þér rétt til framreiknings réttinda eftir að byrjað er að greiða aftur í sjóðinn.
Atvinnuleysi
Greitt er í lífeyrissjóð af atvinnuleysisbótum svo þú heldur þínum réttindum til áfallaverndar virkum á meðan iðgjöld eru greidd. Þú getur haldið áfram að greiða í séreignarsparnað en Vinnumálastofnun greiðir ekki mótframlag (2%).
Greiðslur örorkulífeyris miðast við þrjú ár fyrir veikindi, því borgar sig ekki að vera lengi á atvinnuleysisbótum ef þú ert þegar orðin/n veik/ur þar sem atvinnuleysisbætur eru yfirleitt töluvert lægri en atvinnutekjur.
Þó eru alltaf skoðuð síðustu átta ár og besta og versta árinu sleppt ef um atvinnuleysi eða sjúkdóma er að ræða.
Þeir sem eru með lán hjá sjóðnum geta sótt um nokkrar mismunandi leiðir til að mæta tímabundnum greiðsluerfiðleikum. Athugaðu hvort þú vilt halda áfram að greiða í stéttarfélag til að missa ekki réttindi til sjúkrasjóðs.
Skilnaður
Við skilnað getur verið skynsamlegt að skoða stöðu lífeyrisréttinda. Hægt er að skipta réttindum sem áunnust meðan hjúskapur eða sambúð stóð yfir. Þetta getur verið sérstaklega mikilvægt ef annar aðilinn hefur verið stopult á vinnumarkaði vegna fjölskylduaðstæðna. Báðir aðilar þurfa að samþykkja skiptingu.
Börnin flytja að heiman
Þegar börn eru ekki lengur á framfæri foreldra eða flutt úr foreldrahúsum getur verið tilefni til að draga úr framlagi til samtryggingar og auka hlut séreignar. Þegar börn eru flogin úr hreiðrinu geta margir leyft sér að minnka framlag til áfallaverndar og ævilangs lífeyris með því að setja hluta af lögbundna lífeyrisiðgjaldinu í tilgreinda séreign. Með því er aukið svigrúm til úttektar fyrr.
Skipting réttinda
Hjón og sambúðarfólk geta skipt áunnum réttindum sem og réttindum sem ávinnast í framtíðinni. Einnig er hægt að skipta greiðslnum eftir að taka lífeyris er hafin.
Skipting réttinda milli maka
Hvað er tilgreind séreign?
Vilt þú auka séreignina þína án þess að greiða meira? Tilgreind séreign er tegund séreignarsparnaðar sem hentar vel þeim sem eru komnir í hálfleik á starfsævinni.
Hvað er tilgreind séreign?
Ertu að huga að starfslokum?
Hagnýtar upplýsingar um upphaf lífeyristöku, hverju það breytir hvenær lífeyristaka byrjar, hvernig er gott að bera sig að við að hefja lífeyristöku o.fl.