Þinn réttur til ævilangs lífeyris
Auk réttar til ævilangs lífeyris ávinnur þú þér rétt til örorkulífeyris vegna skertrar starfsgetu sem og barnalífeyris ef við á. Sömuleiðis ávinnur þú maka þínum rétt til makalífeyris ef þú fellur frá og börnum þínum rétt til barnalífeyris. Kynntu þér nánar réttindi sjóðfélaga okkar.
Ævilangur lífeyrir
Með því að greiða til LV tryggir þú þér ævilangar mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur. Greiðslur eru verðtryggðar og endast ævina á enda.
Nánar
Maka- og barnalífeyrir
Við andlát maka er greiddur makalífeyrir til eftirlifandi maka og barnalífeyrir til barna yngri en 20 ára. Réttur til makalífeyris er alltaf fyrir hendi, en hann er mismikill eftir aðstæðum sjóðfélaga.
Nánar
Örorku- og barnalífeyrir
Þú átt rétt á örorkulífeyri ef starfsgeta þín skerðist vegna sjúkdóma eða slyss þannig að trúnaðarlæknir sjóðsins meti skerðinguna til a.m.k. 50% örorku.
Nánar
Hvað þýðir samtrygging?
Samtryggingin þýðir að það er einn fyrir alla og allir fyrir einn. Þú færð greiddan ævilangan lífeyri alveg sama hve lengi þú lifir, inneignin klárast ekki. Allir sjóðfélagar eru tryggðir vegna áfalla óháð heilsufari, aldri, hjúskaparstöðu, fjölskyldustærð eða kyni. Hver og einn fær réttindi til örorkulífeyris vegna tekjumissis af völdum áfalla í hlutfalli við greiðslur og til makalífeyris við fráfall maka.
Fyrsta vinnan?
Byrjaðu ferilinn með allt á hreinu! Smelltu til að kynna þér það helsta sem þú þarft að vita um lífeyrismál þegar þú tekur fyrstu skrefin á vinnumarkaði.
Nánar
Ertu að huga að starfslokum?
Hagnýtar upplýsingar um upphaf lífeyristöku, hverju það breytir hvenær lífeyristaka byrjar, hvernig er gott að bera sig að við að hefja lífeyristöku o.fl.
Nánar
Taktu stöðuna í hálfleik
Tíminn flýgur. Við miðjan aldur er skynsamlegt að kanna réttindi þín og gera ráðstafanir í tíma svo þú getir haft það eins og þú vilt eftir vinnu.
Nánar
Sigrún Hildur Guðmundsdóttir
ráðgjafi
Við leggjum okkur fram um að veita góða þjónustu og vandaða ráðgjöf. Ekki hika við að hafa samband og ræða við ráðgjafa okkar.