Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Stjórn

Reynslumikil og samhent stjórn sem samanstendur af fjórum konum og fjórum körlum með fjölbreyttan bakgrunn. 

Stjórn sjóðsins er skipuð átta mönnum. Fjórir eru tilnefndir af VR, þrír af af Samtökum atvinnulífsins og einn af Félagi atvinnurekenda. Hvert framangreindra aðildarsamtaka sjóðsins tilnefnir einn stjórnarmann til vara. VR tilnefnir stjórnarmenn til fjögurra ára í senn en tilnefningartími stjórnarmanna sem tilnefndir eru af Samtökum Atvinnulífsins og Félagi atvinnurekenda er tvö ár. Sjá nánar í samþykktum sjóðsins.

Stjórnin ber ábyrgð á starfsemi sjóðsins í samræmi við ákvæði laga og samþykkta sjóðsins. Meðal þess sem stjórnin fjallar um á fundum sínum eru breytingar á samþykktum, mótun fjárfestinga- og hluthafastefnu, fjárhagsáætlanir, lánareglur og kynningarmál.

Stjórn sjóðsins skipa

Stefán Sveinbjörnsson Stefán Sveinbjörnsson

Stefán Sveinbjörnsson

formaður stjórnar

Stefán er tilnefndur af VR og tók sæti í stjórn í ágúst 2019. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri VR frá árinu 2013 og verið í endurskoðunarnefnd sjóðsins frá árinu 2014 að frátöldum árunum 2019-2021. Stefán starfaði áður en hann kom til VR sem rekstrarstjóri Háskólans á Bifröst og var áður forstöðumaður fyrirtækjasviðs Sparisjóðs Mýrasýslu.

Stefán er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, BSc í viðskiptalögfræði, BSc í viðskiptafræði, diplóma í rekstrarfræðum, próf í verðbréfamiðlun og sveinspróf í rafvirkjun.

Jon Olafur Halldorsson Jon Olafur Halldorsson

Jón Ólafur Halldórsson

varaformaður stjórnar

Jón Ólafur er tilnefndur af SA og tók sæti í stjórn í júní 2020. Hann hefur víðtaka reynslu úr atvinnulífinu og sinnir ráðgjafarstörfum ásamt stjórnarstörfum. Hann er formaður stjórnar Samtaka verslunar og þjónustu og situr einnig í stjórn og framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins auk annarra stjórnarstarfa. Starfaði hjá Olís í 27 ár, þar af sem forstjóri í 7 ár.

Jón Ólafur er með B.Sc. í véltæknifræði frá KTH Kaupmannahöfn, MBA með áherslu á fjármál fyrirtækja og MS í stjórnun og stefnumörkun í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og AMP diploma frá IESE í Barcelona.

Arni Stefansson Lit Arni Stefansson Lit

Árni Stefánsson

stjórnarmaður

Árni er tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins og tók sæti í stjórn árið 2017. Hann er forstjóri Húsasmiðjunnar ehf. og hefur víðtæka reynslu af fjölbreyttum störfum í atvinnulífinu og erlendu samstarfi. Þá hefur Árni setið í stjórnum fyrirtækja og ýmissa samtaka.

Árni er viðskiptafræðingur og með MBA gráðu með áherslu á alþjóðastjórnun ásamt því að hafa lokið margs kyns viðbótarþjálfun og námskeiðum.

Bjarni Þor Sigurðsson Lit Bjarni Þor Sigurðsson Lit

Bjarni Þór Sigurðsson

stjórnarmaður

Bjarni Þór er tilnefndur af VR og tók sæti í stjórn 2019. Hann starfar sem sérfræðingur í húsnæðismálum hjá ASÍ þar sem hann fer fyrir málaflokknum. Hann hefur setið miðstjórn ASÍ og í stjórn VR og var varaformaður félagsins 2013 til 2017.

Bjarni Þór hefur lokið námi í kvikmyndagerð frá CLCF kvikmyndaskólanum í París og BS í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Guðmunda Portrett Guðmunda Portrett

Guðmunda Ólafsdóttir

stjórnarmaður

Guðmunda er tilnefnd af VR og tók sæti sem aðalmaður í mars 2024. Hún starfar sem  framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness og hefur víðtæka reynslu af rekstri í verslun og þjónustu á Íslandi og í Noregi auk þess að starfa við bókhald og innheimtu.

Guðmunda hefur lokið MBA prófi frá Háskóla Íslands. 

Guðrún Ragna Garðarsdóttir Guðrún Ragna Garðarsdóttir

Guðrún Ragna Garðarsdóttir

stjórnarmaður

Guðrún er tilnefnd af FA og tók sæti sem aðalmaður í stjórn í mars 2022. Hún er framkvæmdastjóri Atlantsolíu og hefur stýrt því fyrirtæki frá 2008. Áður starfaði hún við fjármálastjórn í sama fyrirtæki og hjá heildverslun.

Guðrún hefur setið í stjórn FA síðan 2019 og verið formaður félagsins frá 2021. Hún er menntaður viðskiptafræðingur með cand. oecon frá HÍ auk þess að hafa lokið meistaraprófi frá EADA, Barcelona í alþjóðafjármálum og MBA frá HÍ.

Helga Ingólfsdóttir Helga Ingólfsdóttir

Helga Ingólfsdóttir

stjórnarmaður

Helga er tilnefnd af VR og tók sæti í stjórn í ágúst 2019. Hún starfar við bókhald og verkefnastjórnun. Hún hefur langa reynslu af sveitarstjórnarmálum sem kjörinn fulltrúi. Áður starfaði Helga m.a. við rekstur eigin fyrirtækis og sem framkvæmdastjóri fyrir erlent fyrirtæki með starfsstöð á Íslandi.

Helga er viðurkenndur bókari og hefur lokið rekstrar- og viðskiptanámi frá EHÍ.

Sigrun Helgadottir Sigrun Helgadottir

Sigrún Helgadóttir

Stjórnarmaður

Sigrún er tilnefnd af SA og tók sæti í stjórn í september 2021. Hún er framkvæmdastjóri Norðuráls á Grundartanga. Sigrún hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr fjármálageiranum en áður en hún hóf störf hjá Norðuráli starfaði hún m.a. hjá Kaupþingi, Kauphöllinni í Osló og Verðbréfaþingi Íslands, nú Nasdaq Ísland.

Sigrún er með cand. oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Norwegian School of Management (BI).