Aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga
Aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga styður við langtímaárangur við ávöxtun eignasafna.
PRI – Principles for Responsible Investment, skilgreinir ábyrgar fjárfestingar sem aðferðafræði við að stýra eignasöfnum með tilliti til umhverfisþátta, félagslegra þátta og stjórnarhátta, bæði hvað varðar:
- fjárfestingarákvarðanir og uppbyggingu eignasafna
- eigendahlutverk, t.d. þar sem LV er hluthafi eða skuldabréfaeigandi
1. Eignastýring út frá UFS
UFS greining er hluti af fjárfestingarferli LV og litið er m.a. til þriggja aðferða:
Samþætting (e. ESG integration)
Skipuleg beiting UFS greiningar í fjárfestingarferli og stýringu eignasafna til viðbótar við hefðbundna fjármálagreiningu.
Skimun (jákvæð/neikvæð) (e. positive/negative screening)
Formleg skimun fjárfestingarkosta m.t.t. tiltekinna UFS viðmiða. Skimun getur verið jákvæð, þ.e. fjárfest í útgefenda byggt á viðmiðum, eða neikvæð, þ.e. útgefandi er útilokaður eða seldur.
Þema- og áhrifafjárfestingar (e. thematic & impact investing)
Val á fjárfestingakostum sem stuðla að ákveðnum jákvæðum markmiðum innan umhverfis- eða félagslegra viðmiða auk þess að skila fjárhagslegum ábata.
2. Framkvæmd hluthafastefnu út frá UFS
LV sinnir umboðsskyldu sinni gagnvart útgefendum fjármálagerninga í eignasafni sjóðsins til að stuðla að sjálfbærni í rekstri þeirra.
Virkt eignarhald (e. active ownership)
Samtal við útgefendur fjármálagerninga og eftirfylgni áherslna LV varðandi efnislega þýðingarmikla UFS þætti. Þannig stuðlar sjóðurinn að því að UFS málefni séu tekin á dagskrá og upplýst til fjárfesta. Ýmist beitir LV sér einn eða í samvinnu við aðra fjárfesta.
Upplýsingagjöf og gagnsæi (e. reporting and transparency)
Opin upplýsingagjöf um ráðstöfun atkvæða á hluthafafundum þar sem greidd eru atkvæði um UFS tengd málefni.