Þú sækir um á vef skattsins. Í umsókninni þarftu að tilgreina hjá hverjum sparnaðurinn er (vörsluaðili), hvar lánið þitt er og hvert upphafstímabil á að vera.
Skoðaðu vel hvaða upphafstímabil þú velur. Það getur verið óhagkvæmt að velja að nýta séreignarsparnað sem safnaðist á tímabili sem þú varst ekki í fullri vinnu því þá nærðu ekki að fullnýta heimildina, sem er 500.000 kr á ári.
Þetta er einstaklingsúrræði og þarf því hver og einn að sækja um fyrir sig, hvort sem hann er í hjúskap, sambúð eða einhleypur.