Laus störf
Fjármálastjóri situr í framkvæmdastjórn sjóðsins og vinnur m.a. með framkvæmdastjóra að reglubundinni upplýsingagjöf til stjórnar.
Helstu verkefni:
- Ábyrgð og umsjón með uppsetningu ársreiknings, mánaðarlegu uppgjöri og áætlanagerð.
- Ábyrgð á reikningshaldi og kostnaðareftirliti.
- Ábyrgð á frágangi verðbréfaviðskipta og samskipti við innlenda og erlenda vörsluaðila.
- Samskipti við og upplýsingagjöf til eftirlitsaðila.
- Samskipti við innri og ytri endurskoðendur sjóðsins og þátttaka í starfi endurskoðunarnefndar.
- Ábyrgð á tölulegri samantekt um starfsemi sjóðsins, þar á meðal sjálfbærniupplýsingum.
- Innleiðing og eftirfylgni tækniþróunar á fjármálasviði í samræmi við stefnumörkun sjóðsins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur.
- Víðtæk þekking og reynsla af reikningshaldi og áætlanagerð.
- Reynsla af stjórnunarstörfum.
- Reynsla af frágangi verðbréfaviðskipta er kostur.
- Leiðtogahæfni og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni.
- Framúrskarandi hæfni við greiningar og framsetningu tölulegra gagna.
- Stefnumótandi hugsun og hæfni til að leiða árangursríkar breytingar.
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
- Þekking á málefnum lífeyrissjóða og starfsumhverfi þeirra er kostur.
- Þekking og reynsla af Navision bókhaldskerfi er kostur.
- Góð færni í íslensku og ensku.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er leiðandi lífeyrissjóður sem styður við fjárhagslega framtíð sjóðfélaga. Starfsemin felst í marvíslegum verkefnum varðandi móttöku iðgjalda, ávöxtun og umsýslu alþjóðlegs eignasafns sem og víðtæka þjónustu við sjóðfélaga. Á liðnu ári greiddi sjóðurinn tæpa 35 milljarða í lífeyri til ríflega 24 þúsund sjóðfélaga. Fjármunir sjóðfélaga eru ávaxtaðir með gagnsæjum og ábyrgum hætti með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Eignir LV eru ávaxtaðar í fimm eignasöfnum og námu 1.288 milljörðum króna í árslok 2023.
Hjá sjóðnum starfar 61 manna samhent liðsheild þar sem lögð er áhersla á að hver og einn nái að nýta hæfileika sína og þekkingu til að sinna krefjandi verkefnum. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, þverfaglegt samstarf, góð samskipti, frumkvæði og hæfni til að laga sig að síbreytilegu umhverfi.
LV býður upp á góða starfsaðstöðu og starfsumhverfi þar sem áhersla er meðal annars lögð á heilbrigt og öruggt starfsumhverfi, tækifæra til starfsþróunar og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. LV er jafnlaunavottað og hefur sett sér stefnu um sjálfbærni í rekstri sjóðsins.
Umsóknarfrestur um starfið er til og með 21. október nk.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð og telur að nýtist í starfi.
Umsjón með starfinu hafa Jensína K. Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og Garðar Óli Ágústsson (gardar@vinnvinn.is).