Nokkur mikilvæg atriði ef þú ert að skipta um vinnu:
- Gerðu nýjan samning um séreignarsparnað á Mínum síðum því hann flyst ekki á milli launagreiðenda.
- Láttu launagreiðanda vita að þú viljir greiða í Lífeyrissjóð verzlunarmanna nema þér beri skylda til að greiða í annan sjóð samkvæmt samningi.
- Ef þú ert orðin(n) 45 ára gæti verið skynsamlegt að skoða tilgreinda séreign.
- Kannaðu hvort þú getur samið um viðbótarframlag frá launagreiðanda í séreign. Það getur hentað launagreiðendum að gera vel við starfsmenn með þessum hætti þar sem engin launatengd gjöld fylgja greiðslunni (sjá dæmi neðar á síðu).
- Ef samningur um skiptingu réttinda á milli hjóna er virkur og þú ferð að greiða í annan lífeyrissjóð þarftu að láta nýja lífeyrissjóðinn vita af samningnum.
Hver prósenta skiptir máli yfir árafjölda
Sparnaður er áætlaður miðað við 5% ávöxtun og til 67 ára aldurs. Athugaðu að þú getur tekið út frá 60 ára aldri þó þú leggir inn á sama tíma.
Þitt framlag
0 kr.
Sparnaður á mánuði
0 kr.
Útborguð laun lækka um
0 kr.
Heildarinneign
0 kr.
Þar af ávöxtun
0 kr.
Á mánuði í 10 ár
0 kr.
Viðbótarframlag launagreiðanda í séreign
Stundum getur verið auðveldara að sækja hlunnindi sem ekki skapa annan kostnað eins og þegar um launahækkun er að ræða. Viðbótarframlag launagreiðanda í séreignarsparnað er ein leið til þess.
Samkvæmt lögum getur launagreiðandi greitt allt að tveimur milljónum króna aukalega á ári í séreignarsparnað fyrir þig til viðbótar við 12% heildarmótframlag án þess að það sé talið þér til tekna. Þetta getur verið gott fyrir þá sem eiga lítinn séreignarsparnað eða einfaldlega vilja auka sinn sparnað.
- Lögbundið lágmarksmótframlag launagreiðanda 11,5%
- Mótframlag launagreiðanda vegna séreignarsparnaðar er 2%
- Samtals 13,5% mótframlag
Dæmi um útreikning á viðbótarframlagi
- Launagreiðandi má greiða að hámarki 12% af launum auk tveggja milljóna.
- Þar sem launagreiðandi er að greiða 13,5%, þ.e. 1,5% hærra en kemur fram í lögum, þarf að draga 1,5% frá þessum tveimur milljónum til að fá út hvað viðbótarframlagið getur verið.
- Launþegi er með 600 þúsund krónur í laun á mánuði, 600.000 * 1,5% = 9 þús, * 12 mánuði, samtals kr. 108.000 á ári sem er umfram 12%.
- 2.000.000 – 108.000 = 1.892.000.
Svigrúmið fyrir aukið mótframlag í séreign frá launagreiðanda er 1.892.000 kr. án þess að greiða af því skatt.


Jóney Hrönn Gylfadóttir
lífeyrissvið
Við bjóðum góða langtímaávöxtun og fjölda valkosta til að stýra þínum lífeyrismálum. Þú getur aukið séreign þína án þess að greiða meira í lífeyrissjóð með tilgreindri séreign og úttekt á lífeyri frá 60 ára aldri. Áfallavernd okkar er í fremstu röð og veitir góða vernd fyrir þig og fjölskyldu þína.