Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Ertu að byrja að vinna?

Taktu góðar ákvarðanir strax í upphafi og leggðu grunn að fjárhagslegu öryggi. Það er að ýmsu að huga við upphaf starfsferils sem hefur þýðingu fyrir réttindi þín þegar fram í sækir.

LIV Lifeyrissjodur Verzlunarmanna Myndabanki 8 0223 LIV Lifeyrissjodur Verzlunarmanna Myndabanki 8 0223

Stærsti opni lífeyrissjóðurinn

Betri áfallavernd

Greiðsluhlé á húsnæðislánum

Ábyrgar fjárfestingar

Stafræn þjónusta

Ævilangur Lífeyri

Byrjaðu með allt upp á 10!

Þegar þú verður 16 ára byrjar þú að borga í lífeyrissjóð og gerir það til 70 ára aldurs nema þú hættir fyrr að vinna. Með því að borga í lífeyrissjóð ertu að safna þér eftirlaunum og í leiðinni færðu nokkurs konar líf-, sjúkdóma- og slysatryggingu sem er afar dýrmæt.

Nánar um lífeyri
Fréttir

Hvað segja Ólíver og Sylvía?

Óliver og Sylvía eru í háskólanámi og unnu hjá sjóðnum í sumar. Smelltu til að kynna þér hvað þau hafa að segja um lífeyrismálin og ungt fólk.

Skoða myndbönd

Svörin við þínum spurningum

Hvers vegna þarf ég að borga í lífeyrissjóð?

Það eru þrjár megin ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi til að þú safnir upp rétti til að fá eftirlaun þegar aldurinn færist yfir og þú vilt minnka við þig vinnu eða hætta alveg að vinna.  

Í öðru lagi færðu svokallaða áfallavernd með því að borga í lífeyrissjóð. Ef þú veikist alvarlega eða lendir í slysi og getur ekki unnið þá færðu örorkulífeyri frá sjóðnum. Ef þú fellur frá fær fjölskylda þín maka- og barnalífeyri.

Í þriðja lagi er það samkvæmt lögum svo enginn hefur val um að afla sér ekki þessara réttinda.

Hvað borga ég mikið? 

Þú borgar 4% af þínum launum í lífeyrissjóð en launagreiðandinn þinn borgar 11,5% á móti. 

Ef þú bætir við séreignarsparnaði þá færðu 2% til viðbótar frá launagreiðanda og þú getur valið að borga annaðhvort 2 eða 4%. Við mælum með að allir greiði 4%.

 

Hvernig vel ég mér lífeyrissjóð?

Fyrir ungt fólk skiptir þrennt mestu máli. Það borgar sig að velja lífeyrissjóð sem

  1. hefur eingöngu hag sjóðfélaga að leiðarljósi, skilar góðri ávöxtun og góðum rekstri því hvert prósent sem ávaxtað er yfir áratugi getur skipt milljónum þegar komið er á eftirlaunaaldur.

  2. veitir góða áfallavernd sem er dýrmætust á yngri árum - mikill munur getur t.a.m. verið á áfallavernd sem býðst hjá LV í samanburði við sjóði sem leggja áherslu á séreign.

  3. hefur að stefnu að sjálfbærni og góðir stjórnarhættir séu undirstaða góðrar langtímaávöxtunar og útilokar fjárfestingar í fyrirtækjum sem framleiða tóbak, umdeild vopn og tiltekna flokka jarðefnaeldsneytis auk þeirra sem brjóta gegn alþjóðasamningum. 

En ekki geta allir valið. Margir borga til tiltekinna lífeyrissjóða samkvæmt kjarasamningum. Þeir sem fá greitt samkvæmt kjarasamningum VR eiga til dæmis að borga til LV, þeir sem vinna hjá Ríkinu borga til LSR og þeir sem vinna hjá Reykjavíkurborg borga til Lífeyrissjóðsins Brúar.

Allir sem ekki eru bundnir af öðru geta greitt til LV. 

Hvernig get ég keypt íbúð með lífeyrissparnaði?

Þeir sem eiga séreignarsparnað og eru að kaupa eða byggja sér íbúðarhúsnæði í fyrsta skipti geta nýtt uppsafnaðan séreignarsparnað allt frá júlí 2014 til útborgunar á fyrstu íbúðarkaupum. Einnig er hægt að nýta mánaðarleg iðgjöld til að greiða niður lán og/eða lækka mánaðarlega afborgun.

Passaðu að byrja að nýta séreignina þegar þú ert komin(n) með reglubundin laun. Það getur verið óhagkvæmt að velja að nýta séreignarsparnað á tímabili sem þú varst ekki í fullri vinnu því þá nærðu ekki að fullnýta heimildina sem er 500.000 kr á ári. Við fyrstu kaup er heimilt að nýta 500.000 kr á ári í samfellt 10 ár.

Með breytingu á lögum um lífeyrissjóði í janúar 2023 er hægt að nýta tilgreinda séreign við fyrstu kaup að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Get ég greitt niður lán með lífeyrissparnaði?

Já, það er öllum frjálst að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst til að greiða mánaðarlega inn á húsnæðislán.  

Á ég rétt á þessu úrræði?

  • Þú þarft að hafa lán sem er tryggt með veði.

  • Lánið þarf vera tekið til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota.

  • Til að taka út uppsafnaðan séreignarsparnað er einungis hægt að nýta þann hluta sem safnaðist á meðan þú eða maki þinn voru ekki skráðir eigendur fasteignar. 

Tímabil og hámörk

  • Heimildin hefur verið framlengd til 31. desember 2024.
  • Einstaklingur getur ráðstafað að hámarki 500.000 kr. á ári. Þar af er hámark af eigin framlagi 333.000 kr. og hámark af framlagi launagreiðanda 167.000 kr.  
  • Hjón/sambúðarfólk getur ráðstafað að hámarki 750.000 kr. á ári. Þar af er hámark af eigin framlagi 500.000 kr. og hámark af framlagi launagreiðanda 250.000kr.  

Nánar á vef Skattsins. Sótt er um á vef Skattsins, leidretting.is.  

Af hverju fæ ég mest fyrir peninginn þegar ég er yngri?

Greiðslur til sjóðsins eru aldurstengdar. Því yngri sem þú ert því meiri réttindi færðu vegna þess að þitt iðgjald verður ávaxtað í sjóðnum í lengri tíma.

LIV Lifeyrissjodur Verzlunarmanna Myndabanki 6 0223 LIV Lifeyrissjodur Verzlunarmanna Myndabanki 6 0223

Veldu LV: Þrjú mikilvæg atriði fyrir ungt fólk

Bjóðum sterka áfallavernd vegna örorku og fráfalls fyrir þig og þína með sveigjanleika til að endurvirkja hana vegna t.d. námsleyfis eða barneigna.

Einnig bjóðum við upp á greiðsluhlé á húsnæðislánum vegna fæðingarorlofs sem getur skipt úrslitum fyrir ungt fólk.

Við höfum metnaðarfulla stefnu í ábyrgum fjárfestingum til að stuðla að betri framtíð og bjóðum sjóðfélögum upp á fyrsta flokks stafræna þjónustu.

Vilta vita meira um kosti LV?

Viltu launahækkun? 

Ekki bíða með að skrá þig í séreignarsparnað sem er viðbót við það sem þú borgar í lífeyrissjóð. Það eru ekki nema 2-4% af launum og þú færð strax 2% til viðbótar frá launagreiðandanum þínum. 

 

Þann pening getur þú svo notað skattfrjálst sem útborgun í íbúð og til að greiða niður húsnæðislán. Séreign er líka hugsuð til að hafa það betra þegar þú hættir að vinna.

Anna Eiríksd Anna Eiríksd

Anna Eiríksdóttir

ráðgjafi

Fyrir ungt fólk er mikilvægt að eiga sterk réttindi til áfallaverndar eins og hjá okkur. Það getur breytt öllu að eiga góð réttindi vegna slysa eða sjúkdóma fyrir afkomu fjölskyldunnar í slíkum aðstæðum. Allir ættu líka að safna séreign frá upphafi því það getu skipt miklu við fasteignakaup.

Hluthafastefna

Viltu gerast sjóðfélagi?

Við tökum vel á móti þér hjá stærsta lífeyrissjóðnum á frjálsum markaði. Okkar höfuðmarkmið er að hámarka eignir og réttindi sjóðfélaganna. Láttu launagreiðanda þinn vita að þú viljir greiða þín iðgjöld til LV.

Ég vil gerast sjóðfélagi