Það eru þrjár megin ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi til að fá eftirlaun þegar aldurinn færist yfir og þú vilt minnka við þig vinnu eða hætta alveg að vinna.
Í öðru lagi færðu svokallaða áfallavernd með því að borga í lífeyrissjóð. Ef þú veikist alvarlega eða lendir í slysi og getur ekki unnið þá færðu örorkulífeyri frá sjóðnum. Ef þú fellur frá fær fjölskylda þín maka- og barnalífeyri.
Í þriðja lagi er það samkvæmt lögum svo enginn hefur val um að afla sér ekki þessara réttinda.