Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Velkomin í sjóðinn

Það er okkur sönn ánægja að bjóða þig velkomin/n í LV, stærsta opna lífeyrissjóðinn. Þú ert í góðum félagsskap því sjóðfélagar okkar eru yfir 186 þúsund og fjölgar stöðugt.

LIV Lifeyrissjodur Verzlunarmanna Myndabanki 5 0223 LIV Lifeyrissjodur Verzlunarmanna Myndabanki 5 0223

Með greiðslum þínum til sjóðsins tryggir þú þér:

  • Ævilangan lífeyri, verðtryggðar mánaðarlegar greiðslur frá upphafi lífeyris til æviloka.
  • Örorkulífeyri ef þú missir 50-100% starfsorku
  • Makalífeyri til eftirlifandi maka ef þú fellur frá
  • Barnalífeyri til barna þinna og kjörbarna vegna örorku eða fráfalls.
  • Lánsrétt eftir 6 mánaða greiðslur samfleytt eða samtals 36 mánaða greiðslur.

Hvers vegna þarf ég að borga í lífeyrissjóð?

Það eru þrjár megin ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi til að fá eftirlaun þegar aldurinn færist yfir og þú vilt minnka við þig vinnu eða hætta alveg að vinna.  

Í öðru lagi færðu svokallaða áfallavernd með því að borga í lífeyrissjóð. Ef þú veikist alvarlega eða lendir í slysi og getur ekki unnið þá færðu örorkulífeyri frá sjóðnum. Ef þú fellur frá fær fjölskylda þín maka- og barnalífeyri.

Í þriðja lagi er það samkvæmt lögum svo enginn hefur val um að afla sér ekki þessara réttinda.

Hvað borga ég mikið?

Upphæðir lífeyrisgreiðslna eru ávallt í takt við innborganir yfir starfsævina. Þitt iðgjald er 4% og launagreiðandinn borgar 11,5%, samtals er lágmarksiðgjaldið því 15,5% af heildarlaunum.

Af hverju fæ ég mest fyrir peninginn þegar ég er yngri?

Greiðslur til sjóðsins eru aldurstengdar. Því yngri sem þú ert því meiri réttindi færðu vegna þess að þitt iðgjald verður ávaxtað í sjóðnum í lengri tíma.

Náttúra Og Umhverfi

Viltu fá meiri séreign án þess að borga meira?

Þeir sem vilja auka séreignina sína geta sett hluta af mánaðarlegri greiðslu í séreign. Þannig getur þú valið að auka séreign á kostnað sameignar og valið um þrjár fjárfestingarleiðir. Skráðu þig á Mínum síðum.

1 mínútu myndband

Reiknaðu dæmið! Það margborgar sig

Sæktu um á Mínum síðum á live.is Hér er reiknað með 5% ávöxtun og söfnun til 67 ára aldurs. 

ára

Error

kr.

Error
Framlag þitt
Error

ára

Error

Þitt framlag

0 kr.

Sparnaður á mánuði

0 kr.

Útborguð laun lækka um

0 kr.

Heildarinneign

0 kr.

Þar af ávöxtun

0 kr.

Á mánuði í 10 ár

0 kr.

Villa.
LIV Lifeyrissjodur Verzlunarmanna Myndabanki 1B 0923 LIV Lifeyrissjodur Verzlunarmanna Myndabanki 1B 0923

Ertu nú þegar með séreignarsparnað?

Ef þú ert nú þegar með séreignarsparnað hvetjum við þig til að bera saman kostnað og ávöxtun. Hjá LV er engin binding og engar þóknanir eða kostnaður vegna úttekta eða innborgana inn á lán. Aðeins er dreginn frá beinn rekstrarkostnaður sem er óverulegur og tilgreindur nákvæmlega á hverju ári á lykilupplýsingablöðum ávöxtunarleiða.

Nánar um séreignarsparnað

Við bjóðum það besta úr báðum heimum

Lífeyrissjóðir eru ekki allir eins og LV telst í grunninn vera hefðbundinn samtryggingarsjóður. Það þýðir að við leggjum áherslu á góð eftirlaun og góða áfallatryggingu ef þú getur ekki unnið vegna alvarlegra áfalla. 


Við tryggjum öryggi þitt og þinna 

Áfallavernd LV er með því besta sem býðst hjá lífeyrissjóðum og umtalsvert yfir þeim lágmörkum sem lög kveða á um. Ef þú vilt tryggja með sem bestum hætti fjárhagslegt öryggi þitt og þinna nánustu er LV góður kostur fyrir þig. 

 

2% launahækkun og skattfrjáls útborgun í fyrstu íbúð

Séreignarsparnaður (viðbótarlífeyrissparnaður) er sérstaklega hagstæður sparnaður vegna þess að þú færð mótframlag frá launagreiðanda sem jafngildir 2% launahækkun. Sparnaðinn er hægt að nota til kaupa á fyrstu íbúð auk þess að auka tekjur og fjármagna ævintýri eftir 60 ára aldur. 

Fyrstu Kaup

Lánsréttur eftir aðeins 6 mánuði

Þegar þú hefur greitt í 6 mánuði í sjóðinn eða í séreignarsparnað hefur þú lánsrétt á húsnæðislánum sem eru án uppgreiðslugjalda og almennt á hagstæðum kjörum. Val er um greiðsluhlé í fæðingarorlofi.

Nánar um lán

Um Lífeyrissjóð verzlunarmanna

Yfir 186 þúsund sjóðfélagar eiga réttindi í sjóðnum. Meðal stærstu atvinnugreina eru verslun og þjónusta, upplýsingatækni og fjarskipti, flutningar og framleiðsla, fjármál og tryggingar. Þá eru sjálfstætt starfandi einstaklingar stór hópur sjóðfélaga.

Þeir sem fá laun eftir kjarasamningum VR og SA greiða til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Hverjir eru sjóðfélagar?

Starfsfólk

Fjöldi sjóðfélaga

186

þúsund

11 þúsund launagreiðendur

Ævilangur Lífeyri

Fjöldi á lífeyri

25

þúsund

34,5 milljarðar í lífeyrisgreiðslur

Séreignarsparnaður

Fjöldi greiðandi

38

þúsund

47,4 milljarðar í greidd iðgjöld

Maka Og Barnalífeyri

Hlutfall kynja

53/47

prósent

53% konur

47% karlar

Hvernig er sjóðnum stjórnað?

Öll starfsemi sjóðsins grundvallast á lögum um lífeyrissjóði og tengdum lögum um fjárfestingar o.fl. og háð eftirliti Fjármálaeftirlits. 
Samþykktirnar tilgreina réttindi og skyldur sjóðfélaga og allar heimildir sjóðsins og skyldur gagnvart sjóðfélögum. Fulltrúaráð sjóðsins skipar stjórnina og fer með atkvæði á ársfundi í umboði aðildarsamtakanna sem stofnuðu sjóðinn, VR, SA og FA.

Eignasöfn og fjárfestingar

Eignasafn sjóðsins er annað stærsta eignasafn íslenskra lífeyrissjóða og er fjárfest í vel áhættudreifðum söfnum hlutabréfa og skuldabréfa, innanlands og erlendis. Fjárfestingarstefna sjóðsins byggir á því að skila góðri langtímaávöxtun. Eignasöfnum sjóðsins hafa hvert um sig skilgreinda fjárfestingarstefnu sem er yfirfarin árlega af stjórn sjóðsins og birt á vef sjóðsins. 

Svona er stóra myndin

Myndin sýnir hvernig iðgjald frá launþega og launagreiðanda vex með fjárfestingu í atvinnulífinu og fjármagnar starfsemi ríkis og sveitarfélaga. Sparnaðurinn og ávöxtun hans verður að lífeyri sem greiðist til æviloka og fjárhagslegri vernd vegna áfalla.

Við fráfall fer hluti réttinda sjóðfélagans til maka hans og barna. Við örorku er greiddur örorkulífeyrir. Aukin þjónusta felst í húsnæðislánum til sjóðfélaga og ávöxtun séreignarsparnaðar sem fjölgar valkostum við starfslok.

LIV Arsskyrsla Utskyringarmynd 1920X1080px 21223 (1) LIV Arsskyrsla Utskyringarmynd 1920X1080px 21223 (1)
LIV Arsskyrsla Utskyringarmynd 1920X1080px 21223 (1) LIV Arsskyrsla Utskyringarmynd 1920X1080px 21223 (1)
Ester R'unarsd'ottir 3Xx A Ester R'unarsd'ottir 3Xx A

Ester Rúnarsdóttir

ráðgjafi

Lífeyrisréttindi og lífeyrissparnaður verður mesti sparnaður flestra yfir ævina. Vertu vakandi yfir þínum réttindum og hafðu samband ef þú vilt kynna þér fleira. Hagsmunir sjóðfélaga eru einu hagsmunir okkar.

Fjölmiðlar

Viltu vita meira?

Ef þú hefur spurningar þá eru ráðgjafar okkar til taks og svara þínum spurningum í gegnum netspjall, síma eða á staðnum í Húsi verslunarinnar. Einnig má senda fyrirspurn eða bóka tíma með ráðgjafa í gegnum live.is.

Hafðu samband
BAEDI 1 BAEDI 1

Það allra helsta um lífeyrismál frá Sylvíu og Ólíver

Háskólanemarnir Ólíver og Sylvía voru í sumarstörfum hjá okkur og deila hér því helsta sem þeim finnst skipta máli fyrir ungt fólk að vita um lífeyrismál. 

Skoða