Útilokun fjárfestingarkosta
LV hefur sett sér stefnu um útilokun fjárfestingarkosta með tilliti til ábyrgra fjárfestinga. Markmiðið er að útiloka að hluta eða fullu fjárfestingar í tiltekinni starfsemi sem samræmast ekki skilgreindum viðmiðum.
Verðbréf eru útilokuð séu þau gefin út af fyrirtæki eða opinberum aðila sem hefur tekjur af tiltekinni starfsemi eða gerist brotlegur við ákvæði tiltekinna alþjóðasáttmála.
Meðal starfsþátta sem útilokaðir eru úr eignasöfnum LV eru:
- framleiðendur tóbaks
- framleiðendur umdeildra vopna
- tilteknir flokkar jarðefnaeldsneytis og
- útgefendur sem brjóta gegn tilteknum alþjóðasamningum sem falla undir UN Global Compact.