Fasteignakaup
Við bjóðum upp á fjölbreytt lán vegna kaupa á fasteignum og er lánað fyrir allt að 70% af kaupverði eignarinnar og er hámarkslán 75.000.000 kr.
Hægt er að velja um óverðtryggð og verðtryggð lán með jöfnum afborgunum eða jöfnum greiðslum.
Verðtryggð lán eru með föstum vöxtum til 5 ára eða út lánstíman. Óverðtryggð lán geta verið með breytilegum vöxtum eða föstum vöxtum til 3 ára.
Hér er hægt að skoða kosti verðtryggðra lána og óverðtryggðra lána
- Með umsókn þarf að fylgja afrit af undirrituðu kauptilboði.
- Ekki er lánað fyrir eign ef hún hefur ekki náð byggingarstigi 4.
- Ef ekki liggur fyrir brunabótamat þá þarf smíðatrygging að fylgja umsókn.
Gott að hafa í huga
- Þoli ég að afborganir hækki umfram hækkun launa?
- Hvaða áhrif hefur hækkun verðbólgu á afborgun lána minna, höfuðstól og laun?
- Henta mér betur fastir eða breytilegir vextir?
- Henta mér betur verðtryggð eða óverðtryggð lán?
- Henta mér betur jafnar greiðslur eða jafnar afborganir?
Þú getur skoðað möguleika þína betur í lánareiknivél okkar. Hafðu samband við ráðgjafa okkar ef þú hefur spurningar.
Fyrstu kaup?
Séreignarsparnaðurinn þinn getur hjálpað þér til við að fjármagna þína fyrstu íbúð - og það skattfrjálst! Nýttu þér hagkvæmasta sparnaðarformið.
Nánar
Breytingar hjá fjölskyldunni?
Við breytingar hjá fjölskyldunni er oft rík ástæða til að skoða hvaða áhrif þær hafa á réttindi þín eða annarra í fjölskyldunni.