Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Greiðsluhlé í fæðingarorlofi

Þegar fjölskyldan stækkar þarf að huga að mörgu, ekki síst fjármálunum. Við bjóðum lántakendum okkar upp á greiðsluhlé svo fjölskyldan geti notið fæðingaorlofsins betur.

Þegar þú sækir um greiðsluhlé vegna fæðingarorlofs þarft þú að sýna fram á töku fæðingarorlofs með því að láta greiðsluyfirlit frá Fæðingarorlofssjóði fylgja. Þá þarf einnig að fylgja með umsókn afrit af síðasta skattframtali og staðgreiðsluskrá, en hvort tveggja má nálgast inn á þjónustusíðu skattsins.

  • Greiðsluhlé getur varað í 3-12 mánuði. 
  • Mikilvægt er að hafa í huga að greiðslubyrði hækkar þegar greiða á að fullu af láninu á ný.

Umsóknir vegna lána

Hér má finna allar helstu umsóknir og beiðnir sem varða lántakendur. 

Veldu umsókn

Error
Umsókn
Hanna Maria Johannsdottir Hanna Maria Johannsdottir

Greinar og pistlar

"Ég held að 60-65 ára væri draumurinn"

Hanna María Jóhannsdóttir er ein af 186 þúsund sjóðfélögum okkar. Hún er 31 árs ráðgjafi og forritari hjá LS Retail. Hanna hefur þó sinnt öðru stóru verkefni undanfarna mánuði því hún er í fæðingarorlofi . Aðspurð segir hún að óskatími til að minnka við sig eða hætta að vinna sé 60-65 ára.

Lesa nánar