Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Starfsemi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2022

Krefjandi fjárfestingarumhverfi en góð langtímaávöxtun

eignastyring visitolur eignastyring visitolur

Árið 2022 námu iðgjaldagreiðslur til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um 42,5 milljörðum króna vegna 49 þúsund sjóðfélaga. Lífeyrisgreiðslur hafa vaxið hratt undanfarin ár og námu rúmum 26 milljörðum á árinu samanborið við tæpa 23 milljarða árið áður. Fjöldi sjóðfélaga sem fengu greiddan lífeyri var yfir 22 þúsund.

Fjárfestingarumhverfi var krefjandi á árinu og ber afkoma eignasafna þess merki. Nafnávöxtun sameignardeildar var -3,6% og raunávöxtun var -11,9%. Langtímaávöxtun er hins vegar góð og nemur árleg raunávöxtun sjóðsins undanfarin tíu ár 5,3%. Verðbólga var sú mesta í áraraðir og
stýrivextir hérlendis og erlendis hækkuðu umtalsvert. Í slíku umhverfi eiga fjármálamarkaðir
jafnan erfitt uppdráttar en bæði hluta- og skuldabréf lækkuðu töluvert í verði bæði innanlands og erlendis.

Heildareignir sameignar- og séreignardeilda námu í árslok 1.173 milljörðum. 

Helstu tölur fyrir árið 2022

  • Iðgjöld til sjóðsins hækkuðu um 10,6% á milli ára og námu 42,5 milljörðum króna.
  • Lífeyrisgreiðslur hækkuðu um 15% á milli ára og námu 26,3 milljörðum króna.
  • Fjöldi á lífeyri var 22.115.
  • Um 49 þúsund greiddu iðgjöld til sjóðsins. 

 

Raunávöxtun sameignardeildar

  • Raunávöxtun sameignardeildar 2022 er -11,9%
  • 5 ára árleg raunávöxtun sameignardeildar er 4,9%
  • 10 ára árleg raunávöxtun sameignardeildar er 5,3%
  • 20 ára árleg raunávöxtun sameignardeildar er 4,6%
  • 30 ára árleg raunávöxtun sameignardeildar er 4,9%

 

Nafnávöxtun séreignardeilda  2022 Árleg ávöxtun s.l. 5 ár  
Verðbréfaleið  -3,6%  9,9%
Ævileið I  -7,9  7,3%
Ævileið II  -5,1%  6,2%
 Ævileið III  1,3%  3,5%

Réttindabreytingar

Um nýliðin áramót tóku gildi umfangsmiklar breytingar á samþykktum LV. Veigamikill þáttur þeirra lítur að því að laga réttindakerfi sameignardeildar að hækkandi lífaldri sjóðfélaga og nýjum viðmiðum við mat á lífaldri. Þá voru gerðar breytingar sem meðal annars auka sveigjanleika við starfslok og lengja lágmarksmakalífeyri.

Tryggingafræðileg staða var -5,6% í árslok 2022 samanborið við 3,5% árið áður. Breytingin kemur til vegna samþykktabreytinga, verðbólgu og neikvæðrar ávöxtunar á árinu.

Yfirlit yfir starfsemina árið 2022