Fyrstu kaupendur geta sótt um viðbótarlán ef það er í samfelldri veðröð frá fyrsta veðrétti og er hámarksveðhlutfall 85%. Viðbótarlánið er óverðtryggt með fasta vexti í 3 ár og bætist 0,75% vaxtaálag ofan á. Hámarks lánstími fyrir viðbótarlán er 25 ár.
Fyrstu kaupendur hafa lánsrétt hjá sjóðnum ef þeir hafa einu sinni greitt iðgjald til sjóðsins eða greitt einu sinni í séreignarsparnað.
Ekkert uppgreiðslugjald er á húsnæðislánum sjóðsins og er hægt að greiða þau upp, eða greiða inn á þau hvenær sem er.
Samkvæmt reglum frá Seðlabanka Íslands má greiðslubyrðarhlutfall, sem er hlutfall af tekjum og fasteignalánum, ekki vera hærra en 40% hjá þeim sem eru að kaupa í fyrsta skipti.