„Ég var algjörlega tilbúin“
Ingibjörg Baldursdóttir er 67 ára og hætti að vinna um síðustu áramót. Hún starfaði lengst af á fjármálasviði ÍSAM. Hún upplifði tímamótin sem mjög jákvæð enda var hún vel undirbúin.
21. ágú. 2024
Ingibjörg Baldursdóttir er 67 ára og hætti að vinna um síðustu áramót. Hún starfaði lengst af á fjármálasviði ÍSAM. Hún upplifði tímamótin sem mjög jákvæð enda var hún vel undirbúin.
21. ágú. 2024
Ég hætti að vinna nokkrum mánuðum fyrir 67 ára aldurinn en ég byrjaði að fá greidd eftirlaun 65 ára og lagði þau fyrir. Ég vildi búa í haginn og lét reikna út fyrir mig hvort það væri hagstætt varðandi skattþrep og annað. Einn möguleiki er að minnka við sig og fara í skert starfshlutfall á móti lífeyrisgreiðslum, ég vildi það ekki á þessum tímapunkti.
Um áramótin þegar ég var ekki lengur með laun þá byrjaði ég að taka út tilgreinda séreign. Af því sú séreign er hluti af skyldunni þá skerðir úttektin greiðslur frá TR. Þess vegna byrjaði ég á því að greiða mér tilgreindu séreignina sem laun og beið með að fá greiðslur frá TR þar til ég varð 67 ára.
Mjög jákvætt og ég var algjörlega tilbúin. Ég tók ákvörðun ári áður og var því búin að undirbúa mig í huganum.
Ég lét atvinnurekandann vita ári áður. Þá sótti ég námskeið hjá VR með Birni Berg um lífeyrismál. Þar var farið yfir lífeyrismálin og hvernig ætti að undirbúa sig. Ég fór bara eftir því.
Ingibjörg á ferðalagi í Sitges með eiginmanni, tengdasyni og barnabörnum.
Ég nýti tímann mikið í útivist, fer í góða göngutúra, stefni á að fara oftar á skíði, taka í pútterinn og slíkt. Svo langar mig að sækja námskeið í tungumálum í haust. Ég er mikið að passa barnabörnin og njóta þess að vera til.
Ég hef mjög gaman af því að ferðast – fór m.a. í tvær ferðir til Skotlands og Englands í apríl og til Ítalíu í maí og stefni á hreyfiferð til Spánar nú í haust. Svo höfum við ferðast mikið innanlands í sumar. Ég er virk í félagsmálum og er í Oddfellow. Það skiptir svo miklu máli að vera í góðum félagsskap.
Nei, í rauninni ekki. Við fórum í framkvæmdir á heimilinu sem höfðu beðið eftir að tími gæfist. Svo eru bara 6 mánuðir síðan svo það er ekki langur tími. Fyrstu mánuðirnir fóru svolítið í að hjálpa með barnabörnin – og það er gott að geta hjálpað til.
Ég ætla að gefa mér góðan tíma til að njóta þess að fara í skóla og sækja námskeið.
Ekkert sérstakt því ég var vel undirbúin. Maðurinn minn er 5 árum eldri og fór fyrr á eftirlaun. Við þekkjum þetta því nokkuð vel. Við búum í Garðabæ og þar er margt vel gert fyrir eldri borgara, t.d. varðandi hreyfingu.
Ég vil ráðleggja fólki að kynna sér vel lífeyrismálin og skoða hvernig TR virkar. Fólk þarf til dæmis að vita að fjármagnstekjur skerða það sem er greitt frá TR. Síðast en ekki síst hvet ég alla til að ganga í félag eldri borgara.
Félag eldri borgara er ekki bara fyrir gamalt fólk, það er fyrir 60+. Þar eru skipulagðar mjög góðar ferðir og ýmislegt áhugavert sem er niðurgreitt. Í covid nýtti ég mér þetta og fór yfir hálendið með góðum hópi og til Hamborgar.
Ingibjörg á sex barnabörn, hér er hún með Pétri Flóka á skírnardegi hans.