Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Það munar svo ótrúlega miklu að vera tvö um þetta

Á leiðinni í kaupsamning fengu Andri Sveinn og Aníta Ýr símtal þar sem pabbi hans benti þeim á að skoða kjörin hjá LV fyrir lán til fyrstu kaup sem væri nýkomið hjá sjóðnum. Þau fengu svo fyrsta samþykkta lán sjóðsins vegna fyrstu kaupa og eru alsæl í nýju íbúðinni sinni. Aníta er hjúkrunarfræðingur á LSH og Andri Sveinn starfar við hugbúnaðarþróun hjá PLAIO. Heyrum meira um hvernig Andri Sveinn og Aníta fóru að. 

AD6646AF CEC5 4808 BC08 9C68F17EB9FB AD6646AF CEC5 4808 BC08 9C68F17EB9FB

Voruð þið búin að skoða mikið og gera mörg tilboð? 

Þetta gerðist allt mjög hratt. Við ætluðum ekkert að fara af stað að skoða fyrr en í febrúar af því þá værum við komin í það sparnaðarmarkmið sem við vorum búin að setja okkur.

Við ætluðum að spara meira og skoða meira. Svo sáum við auglýsta íbúð á því svæði sem okkur leist vel á og ákváðum að skella okkur að skoða. Þetta var fyrsta íbúðin sem við skoðuðum, gerðum tilboð og fengum móttilboð sem við samþykktum. Við gætum ekki verið ánægðari.

Íbúðin er á Kársnesinu, nálægt æskuheimili Andra Sveins, í þríbýli með palli og eigin þvottahúsi sem er eitthvað sem maður fær ekki endilega í nýjum blokkum.

Þurftuð þið að gera mikið áður en þið fluttuð inn?

Nei, í rauninni bara að spartla og mála. Svo erum við ennþá að vinna í allskonar hlutum eins og að kaupa gardínur. og skápa. Við erum ekkert að stressa okkur á að hafa nokkur "rússaljós" í smá tíma. Maður venst því fljótt!

CA799E4C 77E5 420D 9B78 4CFAB4F8957A 1 105 C CA799E4C 77E5 420D 9B78 4CFAB4F8957A 1 105 C
CA799E4C 77E5 420D 9B78 4CFAB4F8957A 1 105 C CA799E4C 77E5 420D 9B78 4CFAB4F8957A 1 105 C

Hvernig kom það til að þið tókuð lán hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna?

Við vorum búin að fara í Landsbankann og fá mjög góða ráðgjöf. Þar var farið yfir það með okkur hvernig greiðslumatið virkar, hvaða útgjöld væri miðað við og hver munurinn væri á mismunandi lánategundum. Svo vorum við bara að skoða kjörin á mismunandi stöðum.

Við fengum svo símtal frá pabba Andra Sveins þegar við vorum bara um það bil að labba inn til lögmannsins á fasteignasölunni um að Lífeyrissjóður verzlunarmanna væri byrjaður með lán til fyrstu kaupa.

Við skoðuðum það strax og það var bara „no brainer“ því vaxtakjörin voru bara mjög góð og við fengum bestu kjörin á 70% af láninu en ekki 60% af láninu eins og var hjá bönkum. Svo er líka ekkert uppgreiðslugjald þannig að við getum breytt með mjög litlum kostnaði þegar aðstæður skapast.

Við vorum búin að fá ábendingar um að skoða lán hjá lífeyrissjóðum af því þau væru oft betri en það voru almennt bara 70% lán sem gekk ekki upp fyrir okkur.

Hvar fenguð þið upplýsingar? Hvernig báruð þið ykkur að við að leita upplýsinga? 

Fyrst skoðuðum við hvað var í boði hjá okkar banka og skoðuðum svo Aurbjörgu. Það var ekkert komið á Aurbjörgu þá um fyrstu kaupa lán hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna.

Svo var fjölskyldan auðvitað með í ráðum. 

B6069703 4EA7 42C3 B9DC 15536E7CDDB3 1 105 C B6069703 4EA7 42C3 B9DC 15536E7CDDB3 1 105 C
B6069703 4EA7 42C3 B9DC 15536E7CDDB3 1 105 C B6069703 4EA7 42C3 B9DC 15536E7CDDB3 1 105 C

Hvernig upplifðuð þið umsóknarferlið?

Við vorum auðvitað að gera þetta í fyrsta skipti og vorum að gera þetta á hlaupum í vinnu og kringum jólin. Þetta er ekki eins og kaupa strætókort svo við vildum vera 100% viss um að við værum að gera allt rétt.

 

Það kom alveg fyrir að okkur fannst ekki skýrt hvað myndi gerast næst og hver myndi gera hvað. Bæði varðandi lánin og varðandi fasteignakaupin. Við vorum alltaf að spyrja hver gerir hvað og hvenær. En þegar allt var komið þá bara gekk þetta allt mjög hratt. Þetta er bara þannig að það má ekkert fara úrskeiðis. Maður vill ekki klúðra neinu. Þetta er of stórt. Vildum vera alveg viss.

Eruð þið að nota séreignarsparnaðinn sem útborgun eða inngreiðslur á höfuðstól?

Það stendur til en við erum ekki búin að ganga frá því ennþá. Við ætlum að taka tveggja ára uppsafnaðan sparnað hjá Andra Sveini og eitt ár hjá Anítu.  Andri Sveinn er búinn að vera lengur í fullri vinnu.

Er eitthvað sem þið hefðuð viljað vita fyrr eða eitthvað sem þið lærðuð sem þið viljið deila með öðrum?

Í rauninnin bara allt ferlið. Það var mjög gott að við settumst niður með ráðgjafa í bankanum strax í upphafi sem útskýrði margt og prentaði út fyrir okkur. Þó maður geti lesið sér til um margt þá er eitthvað öðruvísi og betra að tala við manneskju sem getur útskýrt.

Svo vissum við ekki að við þyrftum að vera skráð í sambúð til að fara saman í gegnum greiðslumatið. Og vissum ekki hvort við þyrftum bæði að vera í Lífeyrissjóði verzlunarmanna til að geta fengið lán saman. Sem var svo ekkert mál.

 

Það munar svo ótrúlega miklu að vera tvö um þetta. Það er alveg lykillinn að því fyrir okkur hvað við gátum gert þetta fljótt eftir námið. Svo erum við búin að vera mjög dugleg að safna.

Fleiri viðtöl við sjóðfélaga