Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Aðalfundur Arion banka hf. – Tillögur og bókanir LV varðandi stjórnarlaun, tilnefningarnefnd og starfskjarastefnu

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur undanfarna daga átt samtöl við formann stjórnar Arion banka hf. í tengslum við aðalfund félagsins sem haldinn verður 16. mars n.k.

Með samskiptunum hefur LV komið sjónarmiðum sínum á framfæri hvað varðar tillögur er liggja fyrir fundinum auk þess sem Arion banka hf. hefur gefist tækifæri til að skýra efni tillagna fyrir sjóðnum en slík nálgun er í samræmi við hluthafastefnu LV.

Byggt á ofangreindu hefur LV í dag sent stjórn Arion banka hf. þrjú bréf þar sem eftirfarandi kemur fram:

  • LV leggst gegn breytingum á tilnefningarnefnd bankans og telur að þær feli ekki í sér umbætur á núverandi reglum nefndarinnar. Stjórn Arion banka hf. er hvött til þess að draga tillöguna til baka svo lengri tími gefist til rýni í aðdraganda næsta aðalfundar félagsins. Bréfið er aðgengilegt hér .
  • LV leggur fram breytingartillögu við tillögu stjórnar um þóknun stjórnarmanna og nefndarmanna í undirnefndum. Lagt er til að þóknunin verði óbreytt frá samþykkt aðalfundar árið 2020 með þeim breytingum að horfið verði frá greiðslu tvöfaldra stjórnarlauna til þeirra stjórnarmanna sem búsettir eru erlendis. Bréfið er aðgengilegt hér .
  • LV samþykkir tillögu stjórnar að starfskjarastefnu en leggur jafnframt fram bókun þar sem stjórnin er hvött til að endurskoða stefnuna fyrir næsta aðalfund bankans. LV telur að tilefni sé til að endurskoða starfskjarastefnu félagsins í þeim tilgangi að gera hana skýrari, gagnsærri og ítarlegri. Með því verði skýrara með hvaða hætti stefnan styðji við góðan rekstur og langtímasýn félagsins og hluthöfum verði gert betur kleift að taka upplýsta afstöðu til stefnunnar. Bréfið er aðgengilegt hér .