Afkoma Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2021
26. feb. 2022
26. feb. 2022
Heildareignir námu 1.201 milljarði króna um áramót og jukust þær um 188 milljarða króna á árinu. Fjárfestingatekjur námu 174 milljörðum. Sameignardeild sjóðsins er vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem fylgja hækkandi lífaldri sjóðfélaga.
Sjóðfélögum á lífeyri fjölgaði áfram á árinu og voru um 22 þúsund í lok árs samanborið við 20 þúsund árið áður. Lífeyrisgreiðslur sameignardeildar hækkuðu einnig og námu 22 milljörðum á árinu samanborið við 18 milljarða árið 2020.
Á ársfundi LV 29.mars n.k. verða kynntar og lagðar fram til samþykktar tillögur stjórnar til breytingar á samþykktum sjóðsins. Þær fela m.a. í sér breytingar á réttindum í sameignardeild sem lúta að því að auka svigrúm til upphafs ellilífeyris og bæta nokkuð tryggingavernd vegna maka- og örorkulífeyris. Þá eru lagðar til umtalsverðar breytingar á réttindakerfi sameignardeildar sem lúta að því að mæta nýjum viðmiðum um hækkandi lífaldur sjóðfélaga þar sem byggt er á spá um hækkandi lífaldur í stað þess að miða við sögulegar forsendur. Þær gera ráð fyrir nokkuð breyttum viðmiðum varðandi öflun lífeyrisréttinda til framtíðar og breytingar á áunnum réttindum.
Helstu tölur fyrir árið 2021:
Eignir í séreignardeildum voru alls 26,5 milljarðar króna í lok árs 2021 samanborið við 21,7 milljarða 2020, jukust um 4,8 milljarða eða 22,1%