Áherslur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna varðandi upplýsingar um framboð til stjórna félaga


30. jan. 2025
30. jan. 2025
LV sendi bréf til skráðra íslenskra félaga félaga sem sjóðurinn er hluthafi í og tilnefninganefndar þeirra, 19. desember 2024 undir yfirskriftinni: “Áherslur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna varðandi upplýsingar um framboð til stjórna félaga”.
Markmið með bréfinu er að hvetja til og vera innlegg inn í umræðu um þetta mikilvæga mál sem lýtur að því að auka gagnsæi varðandi framboð til stjórna félaga og styðja við góð skoðanaskipti og upplýsta afstöðu hluthafa við stjórnarkjör.