Ársfundi frestað
Ákveðið hefur verið að fresta um óákveðinn tíma ársfundi sjóðsins, sem boðaður hefur verið þriðjudaginn 24. mars 2020. Þetta er gert í ljósi gildandi samkomubanns stjórnvalda vegna COVID-19.
17. mar. 2020
Ákveðið hefur verið að fresta um óákveðinn tíma ársfundi sjóðsins, sem boðaður hefur verið þriðjudaginn 24. mars 2020. Þetta er gert í ljósi gildandi samkomubanns stjórnvalda vegna COVID-19.
17. mar. 2020
Í samkomubanni stjórnvalda felst að fjöldasamkomur eru óheimilar meðan bannið varir. Með fjöldasamkomum er átt við þegar 100 eða fleiri koma saman, hvort sem er í opnum rýmum eða einkarýmum og er þá meðal annars vísað til funda.
Þá segir að á samkomum skuli rými skipulögð þannig, eftir því sem unnt er, að tveir metrar hið minnsta séu milli manna.
Í ljósi þess að tilgangur ársfundar sjóðsins er meðal annars upplýsingagjöf og að vera umræðuvettvangur sem og að rétt til fundarsetu eiga tugir þúsunda sjóðfélaga er talið rétt við þessar aðstæður að fresta ársfundinum.
Stjórn sjóðsins mun meta aðstæður og fara að ráðum stjórnvalda um það, hvenær boðað verði til ársfundar á ný.