Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Brynja Kolbrún er nýr fjármálastjóri

Brynja Kolbrún Pétursdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður fjármálasviðs Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og hefur þegar tekið til starfa.

Brynjakolbrunpetursdottir Brynjakolbrunpetursdottir

Brynja kemur til sjóðsins frá Orkuveitunni þar sem hún var forstöðukona fjárstýringar og greininga. Áður en hún kom til starfa hjá OR árið 2008 starfaði hún sem fjármálastjóri hjá Banönum ehf. 

Brynja Kolbrún er með M.Sc. gráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá Aarhus School of Business í Danmörku og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur yfirgripsmikla þekkingu af reikningshaldi, fjárstýringu, áætlanagerð og stjórnunarstörfum.

Það er mikill fengur fyrir sjóðinn að fá Brynju Kolbrúnu til liðs við okkur.  Hún hefur þá reynslu og þekkingu sem mun nýtast sjóðnum vel í að takast á við nýjar áskoranir, bæði í tækniþróun og í tengslum við auknar kröfur á sviði fjármálastarfsemi. Við erum sannfærð um að hún muni styrkja okkar öfluga stjórnendateymi okkar enn frekar.

Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri. 

Jafnframt þakkar hann Valgarði I. Sverrissyni, fráfarandi forstöðumanni fjármálasviðs, fyrir ómetanleg störf og mikilvægt framlag til sjóðsins á þeim hartnær 40 árum sem hann hefur starfað þar.

Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum hjá sjóðnum. Starfsumhverfið er gott og starfsmannahópurinn öflugur. Hér sé ég mörg spennandi tækifæri þar sem reynsla mín af fjármálum, sjálfvirknivæðingu og teymisvinnu mun nýtast vel

Brynja Kolbrún Pétursdóttir, forstöðumaður fjármálasviðs