Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Engin gögn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna afrituð

Wise hf. hefur nú staðfest að engin gögn LV hafi verið afrituð í netárásinni sem beindist að Wise í desember 2024.

logo a vegg logo a vegg

Í janúar upplýsti LV að samkvæmt upplýsingum frá Wise, þjónustuaðila sjóðsins hefðu bókhaldsgögn sjóðsins líklega verið afrituð í tölvuárás sem beindist að Wise í desember. LV tilkynnti öryggisbrestinn til Persónuverndar og Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (FME).

Að loknum nánari greiningum hefur Wise staðfest að engin gögn LV hafi verið afrituð í netárásinni sem beindist að Wise.