Engin gögn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna afrituð
Wise hf. hefur nú staðfest að engin gögn LV hafi verið afrituð í netárásinni sem beindist að Wise í desember 2024.


21. feb. 2025
Wise hf. hefur nú staðfest að engin gögn LV hafi verið afrituð í netárásinni sem beindist að Wise í desember 2024.
21. feb. 2025
Í janúar upplýsti LV að samkvæmt upplýsingum frá Wise, þjónustuaðila sjóðsins hefðu bókhaldsgögn sjóðsins líklega verið afrituð í tölvuárás sem beindist að Wise í desember. LV tilkynnti öryggisbrestinn til Persónuverndar og Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (FME).
Að loknum nánari greiningum hefur Wise staðfest að engin gögn LV hafi verið afrituð í netárásinni sem beindist að Wise.