Formannsskipti í stjórn sjóðsins
26. ágú. 2021
26. ágú. 2021
Jón Ólafur hefur starfað hjá Olíuverzlun Íslands (Olís) frá árinu 1995 en lét af störfum nýlega. Hann hefur B.Sc.-gráðu í véltæknifræði frá Copenhagen University College of Engineering, AMP gráðu frá IESE í Barcelona, MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og M.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur staðist hæfispróf FME til setu í lífeyrissjóðum.
Jón Ólafur var ráðinn forstjóri Olís árið 2014. Hann var áður framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Olís frá 1995, verkefnastjóri hjá Jarðborunum 1994, forstöðumaður hjá Hafnarbakka 1991-1993 og starfaði sem véltæknifræðingur hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna 1988-1990. Jón Ólafur á sæti í stjórn og framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins og er jafnframt formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Jón Ólafur hefur setið í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna frá árinu 2020.
Guðrún Hafsteinsdóttir hefur verið formaður og varaformaður stjórnar sjóðsins undanfarin rúm fimm ár. Hún er nú í kosningabaráttu fyrir Alþingiskosningarnar í næsta mánuði.
Guðrún segir í ávarpi til starfsmanna sjóðsins: „Af þessu tilefni vil ég þakka ykkur öllum fyrir einkar ánægjuleg kynni og samstarf.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna býr yfir framúrskarandi mannauði. Það er valinn maður í hverju rúmi og hefur verið minn heiður að vinna með ykkur.
Þið eigið öll þátt í því að Lífeyrissjóður verzlunarmanna er fremstur á meðal sjóða á Íslandi, framsækinn, skilar góðri afkomu og er vel rekinn.
Ég vænti þess að þið munið öll leggja ykkur fram við að sjóðurinn verði áfram framúrskarandi vinnustaður sem og lífeyrissjóður um alla framtíð.“