Forstöðumaður eignastýringar LV í stjórn IcelandSIF
29. ágú. 2022
29. ágú. 2022
Samtökin eru vettvangur til að efla þekkingu fjárfesta á aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga. LV var stofnaðili að IcelandSIF 2017 og var Jóhann Guðmundsson, sérfræðingur í eignastýringu LV, þá kosinn stjórnarmaður.
Til marks um aukinn áhuga og samstarf á þessu sviði þá eru nú 40 aðilar að samtökunum en voru 23 í upphafi.
"Sjálfbærni er að mati LV lykilatriði við ávöxtun fjármuna til lengri tíma litið. LV vill leggja sitt af mörkum til að efla umræðu um sjálfbærni hérlendis og IcelandSIF hefur um árabil verið virkur þáttakandi á því sviði. Það er tilhlökkunarefni að setjast í stjórn félagsins og vinna áfram að því góða starfi sem þar hefur verið unnið frá stofnun“. - segir Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar LV
Við hvetjum sjóðfélaga til að kynna sér stefnu LV um ábyrgar fjárfestingar.
Á myndinni eru stjórnarmenn IcelandSIF frá vinstri: Eyrún Anna Einarsdóttir, Anna Þórdís Rafnsdóttir, Kristbjörg M. Kristinsdóttir, Arne Vagn Olsen, Reynir Smári Atlason, Hildur Eiríksdóttir og Helga Indriðadóttir.