Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Forstöðumaður rekstrarsviðs

LV óskar eftir að ráða forstöðumann rekstrarsviðs í nýtt og spennandi starf innan sjóðsins. 

LV óskar eftir að ráða forstöðumann rekstrarsviðs í nýtt og spennandi starf innan sjóðsins. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra og er viðkomandi hluti af forstöðumannateymi LV.

Hér er einstakt tækifæri fyrir framsækinn breytingastjórnanda sem hefur metnað til að vinna með samhentu og metnaðarfullum einstaklingum í að byggja upp nýtt og árangursmiðað svið innan sjóðsins.

Undir forstöðumann rekstrarsviðs heyra 23 starfsmenn í 5 deildum: gæðastjórnun, skrifstofustjórnun og mannauður, þjónustuver, skráning iðgjalda og lánadeild.

Helstu verkefni: 

  • Þróa og efla þjónustu sjóðsins, bæði ytri og innri, með áherslu á þjónustugæði og samræmda aðkomu einstakra deilda.
  • Ábyrgð á daglegum rekstri, uppbyggingu og þróun sviðsins.
  • Móta, þróa og innleiða stefnu sjóðsins um stafræna þjónustu, samþættingu dreifileiða og umsjón með gerð kynningarefnis.
  • Umsjón með þróun og samræmingu lykilverkferla sjóðsins m.t.t. skilvirkni og gæða starfseminnar.
  • Samræming og umsjón með upplýsingagjöf til sjóðfélaga og annarra haghafa, m.a. fjölmiðla.

Menntun og hæfni:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af stjórnunarstörfum og mannaforráðum.
  • Farsæl og árangursrík reynsla af breytingastjórnun.
  • Reynsla af þátttöku í mótun framtíðarsýnar og stefnu í rekstri.
  • Þekking á stafrænni þróun.
  • Þekking á gæðamálum og skilvirkni verkferla.
  • Leiðtogahæfileikar, framúrskarandi samskiptahæfni og færni í að byggja upp sterka liðsheild.
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
  • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti.

Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar nk.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsjón með starfinu hafa Hilmar Garðar Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) og Jensína K. Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn.