Fundur fulltrúaráðs: Stefnir í góða afkomu 2019.
Fulltrúaráð Lífeyrissjóðs verzlunarmanna kom saman til síns fyrsta fundar þann 27. nóvember 2019. 50 manns eiga sæti í fulltrúaráðinu, 25 frá VR og 25 frá launagreiðendum.
28. nóv. 2019
Fulltrúaráð Lífeyrissjóðs verzlunarmanna kom saman til síns fyrsta fundar þann 27. nóvember 2019. 50 manns eiga sæti í fulltrúaráðinu, 25 frá VR og 25 frá launagreiðendum.
28. nóv. 2019
Fram kom að fyrstu 9 mánuði ársins hefur afkoma sjóðsins verið góð, eignir aukist um 118 milljarða króna. Að óbreyttu stefni í góða ávöxtun, en sá eðlilegi fyrirvari á, að enn er árið ekki liðið og getur afkoma breyst fram til áramóta. Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, kynnti helstu afkomutölur fyrstu þrjá fjórðunga ársins og gerði grein fyrir stöðu sjóðsins. Kynning á starfsemi LV. Tómas Njáll Möller, yfirlögfræðingur sjóðsins, kynnti tilurð og hlutverk fulltrúaráðsins og fór yfir helstu áfanga í sögu sjóðsins og lífeyriskerfisins í landinu. Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar, fór yfir fjárfestingar og fjárfestingarstefnu sjóðsins.