Fyrirhugaðar réttindabreytingar frestast
07. sep. 2022
07. sep. 2022
Samþykktabreytingarnar varða aðlögun réttindakerfis sameignardeildar að hækkandi lífaldri sjóðfélaga, aukna tryggingarvernd sjóðfélaga og aukinn sveigjanleika við lífeyristöku, ásamt hækkun á réttindum vegna góðrar stöðu sjóðsins.
Í kjölfar ársfundar sjóðsins sem haldinn var síðastliðinn mars voru samþykktabreytingarnar sendar fjármála- og efnahagsráðuneyti til staðfestingar. Áætlað var að samþykktabreytingarnar tækju gildi nú í september en eins og áður sagði eru breytingarnar enn til skoðunar hjá stjórnvöldum og því er ljóst að gildistaka þeirra frestast.
LV hefur unnið að breytingum á réttindakerfi sameignardeildar í samstarfi við tryggingastærðfræðing sjóðsins og aðra ráðgjafa síðastliðin tvö ár og hafa stjórnvöld samhliða verið upplýst. Útfærsla LV er áþekk þeirri leið sem ýmsir fleiri lífeyrissjóðir hafa lagt upp með.
Sjóðfélagar verða upplýstir um framvindu mála á vef lífeyrissjóðsins. Sjóðfélögum er velkomið að hafa samband við Þjónustuver á skrifstofa@live.is eða í síma 580 4000 ef þeir hafa spurningar.
Sjóðfélagar eru hvattir til að skrá sig á póstlista sjóðsins og fylgja Facebook síðunni til að fá fréttir frá sjóðnum.