Fyrsta heildstæða sjálfbærnistefna LV gefin út
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur samþykkt fyrstu heildstæðu sjálfbærnistefnu sjóðsins.


12. mar. 2025
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur samþykkt fyrstu heildstæðu sjálfbærnistefnu sjóðsins.
12. mar. 2025
Stefnan er ákveðið skref á sjálfbærnivegferð sjóðsins og birtir sýn sjóðsins á sjálfbærni sem nær til allra þátta starfseminnar – frá daglegum rekstri til umsýslu eignasafna og þróunar lífeyris- og lánaafurða.
Markmiðið er að stuðla að sjálfbærni í rekstri til lengri tíma og styðja við verðmætasköpun fyrir sjóðfélaga og samfélagið.
Sjálfbærnistefnan er sett í samræmi við gildandi lög, innri reglur og stefnumótun sjóðsins, þar á meðal stefnu um ábyrgar fjárfestingar og samfélagsábyrgð.
Megináherslur stefnunnar eru að:
Með samþykkt stefnunnar stígur sjóðurinn ákveðið skref á vegferð sinni í sjálfbærni. Markmiðið er m.a. að styðja við langtímavöxt sjóðsins og draga úr neikvæðum umhverfis- og samfélagsáhrifum starfseminnar. Árangur í þeim efnum er eðlilega að verulegu leyti háður sjálfbærnivegferð fyrirtækja, annarra aðila á fjármálamörkuðum og stefnumörkun stjórnvalda.
„Það er fagnaðarefni að sjálfbærnistefna sjóðsins líti dagsins ljós. Undirbúningurinn hefur leitt af sér verðmæta umræðu og þroskað skilning okkar á sjálfbærnimálum. Nú tekur við innleiðing, sem verður í takt við aðrar stefnumarkandi ákvarðanir sjóðsins, svo sem stefnu um ábyrgar fjárfestingar, hluthafastefnu, mannauðsstefnu og áherslur varðandi samskipti við sjóðfélaga. Hér er um mikilvægt skref að ræða á sjálfbærnivegferð lífeyrissjóðsins, vegferð sem er hvergi nærri lokið.“
Sjálfbærnistefnan er aðgengileg á vef sjóðsins. Nánari upplýsingar um starfsemi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er að finna í árs- og sjálfbærniskýrslu sjóðsins.