Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Fyrsta heildstæða sjálfbærnistefna LV gefin út

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur samþykkt fyrstu heildstæðu sjálfbærnistefnu sjóðsins.

Tomasnmoller Minni Tomasnmoller Minni

Stefnan er ákveðið skref á sjálfbærnivegferð sjóðsins og birtir sýn sjóðsins á sjálfbærni sem nær til allra þátta starfseminnar – frá daglegum rekstri til umsýslu eignasafna og þróunar lífeyris- og lánaafurða. 

Markmiðið er að stuðla að sjálfbærni í rekstri til lengri tíma og styðja við verðmætasköpun fyrir sjóðfélaga og samfélagið. 

Stefnan byggir á traustum grunni 

Sjálfbærnistefnan er sett í samræmi við gildandi lög, innri reglur og stefnumótun sjóðsins, þar á meðal stefnu um ábyrgar fjárfestingar og samfélagsábyrgð. 

Megináherslur stefnunnar eru að: 

  • Ákvarðanir í rekstri sjóðsins taki mið af sjálfbærni 
  • Viðeigandi sjálfbærnimál séu greind og meðhöndluð í starfseminni 
  • Aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga sé nýtt við umsýslu eignasafna og meðferð eigendavalds 

Skref í átt að sjálfbærari framtíð 

Með samþykkt stefnunnar stígur sjóðurinn ákveðið skref á vegferð sinni í sjálfbærni. Markmiðið er m.a. að styðja við langtímavöxt sjóðsins og draga úr neikvæðum umhverfis- og samfélagsáhrifum starfseminnar. Árangur í þeim efnum er eðlilega að verulegu leyti háður sjálfbærnivegferð fyrirtækja, annarra aðila á fjármálamörkuðum og stefnumörkun stjórnvalda.  

„Það er fagnaðarefni að sjálfbærnistefna sjóðsins líti dagsins ljós. Undirbúningurinn hefur leitt af sér verðmæta umræðu og þroskað skilning okkar á sjálfbærnimálum. Nú tekur við innleiðing, sem verður í takt við aðrar stefnumarkandi ákvarðanir sjóðsins, svo sem stefnu um ábyrgar fjárfestingar, hluthafastefnu, mannauðsstefnu og áherslur varðandi samskipti við sjóðfélaga. Hér er um mikilvægt skref að ræða á sjálfbærnivegferð lífeyrissjóðsins, vegferð sem er hvergi nærri lokið.“

Tómas N. Möller, forstöðumaður lögfræðisviðs og ábyrgðarmaður sjálfbærnistefnu. 

Sjálfbærnistefna

Nánari upplýsingar 

Sjálfbærnistefnan er aðgengileg á vef sjóðsins. Nánari upplýsingar um starfsemi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er að finna í árs- og sjálfbærniskýrslu sjóðsins.