Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Góð gögn eru lykill að árangri: Morningstar Sustainalytics eru leiðandi í sjálfbærnigreiningum á heimsvísu. 

Nýlega gerði Lífeyrissjóður verzlunarmanna samning við Morningstar Sustainalytics sem er leiðandi gagnaveita í sjálfbærnigreiningum og veitir stærstu eignastýrendum og fjárfestum um allan heim þjónustu. Greiningar og gögn sem Morningstar Sustainalytics vinna eru víðfeðm og ná til yfir 20 þúsund félaga á heimsvísu. 

Sustainalytics Sustainalytics

Í gær voru hjá okkur þrír sérfræðingar Morningstar Sustainalytics þeir Tobias, Matt og Ajdin. Þeir áttu vinnudag með sjálfbærniteyminu okkar, Maríu Finnsdóttur og Þráni H. Halldórssyni auk Magnúsar Helgasonar áhættustjóra og Arnars R. Kristinssonar, sumarstarfsmanns eignastýringarsviðs.

Nýlega gerði Lífeyrissjóður verzlunarmanna samning við Morningstar Sustainalytics sem er leiðandi gagnaveita í sjálfbærnigreiningum og veitir stærstu eignastýrendum og fjárfestum um allan heim þjónustu. Greiningar og gögn sem Morningstar Sustainalytics vinna eru víðfeðm og ná til yfir 20 þúsund félaga á heimsvísu.

Aðgengi að góðum gögnum er lykill að góðri og upplýstri ákvarðanatöku. Gögn eru nauðsynleg við áhættueftirlit og greiningar til að milda útsetningu fyrir áhættuþáttum en einnig mikilvæg við að koma auga á og grípa tækifæri. Það verður sífellt mikilvægara fyrir fjárfesta eins og lífeyrissjóðinn að meta sjálfbærniþætti sem geta haft fjárhagsleg áhrif á afkomu félaga í okkar söfnum. Við höfum lagt mikla vinnu í að meta hvar best er að sækja þær upplýsingar sem við þurfum í okkar verkefnum og metum sem svo að Sustainalytics uppfylli okkar kröfur um aðferðafræði og gagnagæði sem nýtist í greiningum okkar.

María Finnsdóttir, eignastýringarsviði

Gögnin eru notuð fyrir fjölþættar greiningar eignastýringar og áhættustýringar en fyrst og fremst til að greina sjálfbærniáhættu félaga og eignaflokka og bera kennsl á tækifæri til fjárfestinga. Þá nýtast gögnin einnig til að greina fyrirtæki sem falla á útilokunarviðmiðum sjóðsins sem eru eftirfarandi:

  • framleiðendur tóbaks,
  • framleiðendur umdeildra vopna,
  • tilteknir flokkar jarðefnaeldsneytis og, 
  • útgefendur sem brjóta gegn tilteknum alþjóðasamningum sem falla undir tíu meginmarkmið Sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti (UNGC).

Sjóðurinn hefur gert samninga við fleiri gagnaveitur og tryggir þannig að sjóðurinn hafi ótakmarkaðan aðgang að bestu fáanlegu upplýsingum á hverjum tíma og taki ákvarðanir byggðar á markmiðum um að hámarka ávöxtun og árangur sjóðsins í þágu núverandi og framtíðar sjóðfélaga. 

Útilokun fjárfestingarkosta Ábyrgar fjárfestingar