Hvernig er staðan þín í hálfleik?
Þegar við erum komin í hálfleik á vinnumarkaði er tilvalið að fara yfir hvernig við sjáum fyrir okkur lífið eftir vinnu. Gríptu boltann og sjáðu hvar þú stendur.
17. sep. 2024
Þegar við erum komin í hálfleik á vinnumarkaði er tilvalið að fara yfir hvernig við sjáum fyrir okkur lífið eftir vinnu. Gríptu boltann og sjáðu hvar þú stendur.
17. sep. 2024
Það er kannski ekki nauðsynlegt að fylgjast með lífeyrisréttindunum sínum alla daga en það getur skipt mjög miklu máli að taka stöðuna öðru hvoru og endurskoða markmið og valkosti. Við skorum því á sjóðfélaga að nýta tímamótin þegar fólk hefur lokið um hálfri starfsævinni, í kringum 50 ára aldur, að taka stöðuna í hálfleik. Í því skyni höfum við sett saman það helsta sem við teljum að gagnist fólk við að taka stöðuna.
Hér eru nokkur dæmi um það sem við viljum benda þér á að skoða nánar. Það er ekki nóg að horfa á tekjuhliðina eingöngu heldur líka útgjaldahliðina sem skiptir jafnmiklu máli, ekki síst húsnæðismálin.