Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Lagadagurinn 2022: Sjálfbær fyrirtæki

Lagabreytingar, áskoranir og tækifæri
5. Ii Sjalfbaerni Og Loftslagsbreytingar Web Tnm 5. Ii Sjalfbaerni Og Loftslagsbreytingar Web Tnm

Á hinum árlega Lagadegi félaga lögmanna, lögfræðinga og dómara hélt Tómas N. Möller, yfirlögfræðingur LV og formaður Festu - miðstöðvar um sjálfbærni framsöguerindi um sjálfbær fyrirtæki; lagabreytingar, áskoranir og tækifæri.

Í erindinu var komið inn á þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsmálum og hvernig þær snerta grundvallarhagsmuni fjárfesta og fyrirtækja í raunhagkerfinu. Lausnin er í okkar höndum og krefst samstarfs ólíkra aðila. Í því samband var m.a. vísað til áætlunar ESB „EU Green deal“ frá 2019 og aðgerðaáætlunar sambandsins um að styðja við fjárfestingar í sjálfbærum rekstri.

Meginumfjöllunarefni Tómasar var á þá löggjöf sem ESB hefur þegar samþykkt varðandi ábyrgar (sjálfbærar) fjárfestingar og bíða nú lögfestingar á Íslandi. Þar er gert ráð fyrir umfangsmiklum lagabreytingum á næsta ári ári. Jafnframt má gera ráð fyrir enn frekari nýmælum í lagsasetningu m.t.t. þess hvaða löggjöf er á döfinni hjá ESB á þessu sviði.

Bent var á að það skipti máli að gæta þess að innleiðing ESB laga gangi vel fyrir sig á Íslandi þar sem hún varðar beint rekstrarumhverfi fyrirtækja og fjárfesta á innri markaði EES-samningsins og hefur þannig áhrif á starfsumhverfi þeirra og samkeppnisstöðu. 


Í lokin var tæpt á fjölmörgum dæmum um möguleg ný viðfangsefni lögfræðinga á næstu misserum sem tengjast hinni nýju sjálfbærnilöggjöf. 

"Hér er ekki bara um tímafrek innleiðingarverkefni að ræða heldur getur skilvirk sjálfbærnivegferð skapað verðmæt tækifæri fyrir frumkvöðla, fyrirtæki og fjárfesta," - segir Tómas.

Í kjölfar framsöguerinda Tómasar og Bjarna Herrera, framkvæmdastjóra rekstrar hjá CICERO fylgdu góðar umræður í pallborði og svör við spurningum úr sal. Í panel sátu ásamt Tómasi og Bjarna þær Eva Margrét Ævarsdóttir, lögmaður hjá Lex og Hanna Björt Kristjánsdóttir, lögfræðingur hjá Marel. 

Ljósmynd: Eyrún Ingadóttir.