Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Lífeyrisgreiðslur 2018 námu 14,3 milljörðum

Lífeyrisgreiðslur úr Lífeyrissjóði verzlunarmanna á nýliðnu ári voru um einum og hálfum milljarði króna hærri en á árinu áður. Alls voru greiddar 14.315 milljónir króna í lífeyri árið 2018 samanborið við 12.819 milljónir 2017. Þetta er hækkun um 11,7%. Lífeyrisþegum fjölgaði á sama tíma um 7,5%, þannig að meðaltals lífeyrisgreiðslur til hvers og eins hafa hækkað.

Sundurliðun lífeyrisgreiðslna er með þeim hætti að í ellilífeyri voru greiddar 10.676 milljónir króna en 9.408 milljónir 2017, hækkun er 13,5%.

Næst stærsti flokkur lífeyrisgreiðslna, eins og undanfarin ár, var örorkulífeyrir, 2.727 milljónir, 2.542 milljónir 2017. Hækkun er 7,3%. Í makalífeyri voru greiddar 794 milljónir og í barnalífeyri 118 milljónir króna.

Á árinu 2018 fengu að meðaltali 17.083 greiddan lífeyri frá sjóðnum samanborið við að meðaltali 15.820 árið 2017, fjölgunin var 8,0%.

Í þessum tölum eru allar lífeyrisgreiðslur úr samtryggingardeild. Útgreiðsla séreignarsparnaðar er ekki í tölunum.