Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Lífeyrisgreiðslur hækka í 2,0 milljarða á mánuði

Lífeyrisgreiðslur sameignardeildar LV fyrstu átta mánuði ársins námu 16,3 milljörðum króna.
Istock 874623158 Istock 874623158

Þetta er hækkun um 3,2 milljarða frá sama tímabili í fyrra, eða sem nemur 24,5% og samsvarar að meðaltali ríflega 2,0 milljörðum á mánuði.

Hækkunin skýrist meðal annars af 10% hækkun áunninna réttinda og lífeyrisgreiðslna í nóvember 2021. Þá eru lífeyrisgreiðslur verðtryggðar miðað við vísitölu neysluverðs og hafa því einnig hækkað í takt við verðbólguna, - segir Margrét Kristinsdóttir, forstöðumaður lífeyrissviðs.

Úr sameignardeild er greiddur ævilangur lífeyrir (ellilífeyrir), örorkulífeyrir, maka- og barnalífeyrir. Útgreiðsla séreignarsparnaðar er ekki inni í þessum tölum.

Fyrstu átta mánuði ársins var mest greitt út af ævilöngum lífeyri, 12,4 milljarðar króna, samanborið við 9,9 milljarða 2021. Þetta er aukning um 26,3%. Sjóðfélagar á eftirlaunum voru um 15.300 á þessu ári, en 14.300 í fyrra. Þeim hefur fjölgað um 6,6% og hafa því eftirlaunagreiðslur á mann að meðaltali hækkað frá fyrra ári.

Næst hæstu greiðslurnar voru örorkulífeyrir, 3,0 milljarðar, samanborið við 2,5 milljarða í fyrra. Aukningin er 19,9%. Útgreiðslur maka- og barnalífeyris á tímabilinu voru 0,9 milljarðar en 0,7 milljarðar í fyrra.

Lifeyrir8m2022 Medal Lifeyrir8m2022 Medal
Lifeyrir8m2022 Medal Lifeyrir8m2022 Medal