Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Lífeyrisgreiðslur yfir 1,6 milljarðar á mánuði

Lífeyrisgreiðslur samtryggingardeildar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna fyrstu átta mánuði ársins námu 13,1 milljarði króna, sem samsvarar að meðaltali ríflega 1.600 milljónum króna á mánuði. Þetta er 12,2% meira en á sama tímabili í fyrra. Úr samtryggingardeild er greiddur ellilífeyrir, örorkulífeyrir, maka- og barnalífeyrir. Útgreiðsla séreignarsparnaðar er ekki inni í þessum tölum.
1174972796 1174972796

Fyrstu átta mánuði ársins var mest greitt út af ellilífeyri, 9,9 milljarðar króna, samanborið við 8,8 milljarða 2020. Þetta er aukning um 12,5%. Ellilífeyrisþegar voru rúmlega 14.300 á þessu ári, um 13.400 í fyrra. Þeim hefur fjölgað um 6,7% og hafa því ellilífeyrisgreiðslur á mann að meðaltali hækkað frá fyrra ári.

Næst hæstu greiðslurnar voru örorkulífeyrir, 2,5 milljarðar, samanborið við 2,2 milljarða í fyrra. Aukningin er 13,6%. Útgreiðslur maka- og barnalífeyris á tímabilinu voru 0,7 milljarðar sem er óbreytt frá fyrra ári.

Heildargreiðslur lífeyris úr samtryggingardeild fyrstu átta mánuði ársins eru því sem fyrr segir 13,1 milljarður króna samanborið við 11,7 milljarða á sama tímabili í fyrra. Þetta er hækkun um 1,4 milljarða, eða sem nemur 12,0%.