Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur eigin tölvudeild

Fréttaskýringaþátturinn Kveikur á RÚV fjallaði um viðskipti lífeyrissjóða við hugbúnaðarfyrirtækið Init ehf. fimmtudaginn 29. apríl 2021. Af því tilefni skal tekið fram að Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aldrei átt í viðskiptum við Init.
1250639681 1250639681

Lífeyrissjóður verzlunarmanna á og rekur sitt eigið tölvukerfi. Í tölvudeild sjóðsins starfa sérfræðingar, sem eru starfsmenn sjóðsins og hafa umsjón með öllum tölvumálum hans. Sjóðurinn er því sjálfum sér nægur hvað varðar utanumhald um réttindi og greiðslur lífeyris til sjóðfélaga. Í þeim tilvikum þegar fá þarf utanaðkomandi þjónustu (t.d. varðandi net) býr sjóðurinn yfir þekkingu og getu starfsmanna sinna til að halda utan um það og hafa eftirlit með bæði kostnaði og öðru er það varðar.