Lífeyrissjóður verzlunarmanna samþykkir tilboð ríkisins
Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hefur ákveðið að ganga að tilboði ríkisins um uppgjör skuldabréfa ÍL-sjóðs sem kynnt var á dögunum.


09. apr. 2025
Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hefur ákveðið að ganga að tilboði ríkisins um uppgjör skuldabréfa ÍL-sjóðs sem kynnt var á dögunum.
09. apr. 2025
LV hefur, frá því að tilboðið var kynnt þann 10. mars sl., farið ítarlega yfir tillögur sem ráðgjafar lífeyrissjóða annars vegar og viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra hins vegar lögðu fram um uppgjör HFF34 og HFF44 bréfa og greidd verða atkvæði um á fundum skuldabréfaeigenda 10. apríl nk.
Í framkominni tillögu felst að kröfur verði efndar með afhendingu ríkisskuldabréfa, annarra verðbréfa og reiðufjár í gjaldeyri og íslenskum krónum, en samþykki 75% kröfuhafa á fundi þarf til að tillögurnar verði samþykktar.
LV hefur að lokinni ítarlegri yfirferð og greiningu metið tilboðið ásættanlegt sé litið til heildarhagsmuna sjóðfélaga og mun því greiða atkvæði með tillögunum á fundum skuldabréfaeigenda.