Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

LV fær tvær tilnefningar til verðlauna

Verk tengd Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafa verið tilnefnd til tvennra hönnunarverðlauna á þessu ári. Vefur sjóðsins var tilnefndur fyrir gott aðgengi og nýtt merki sjóðsins hefur verið tilnefnt til FÍT-verðlaunanna fyrir grafíska hönnun.

22. febrúar sl. var Íslenska vefverðlaunahátíðin haldin á Hilton Hótel Nordica. Í ár voru veitt 13 verðlaun í 11 flokkum, en innsend verkefni voru um 130 talsins.

Fimm vefir voru tilnefndir fyrir gott aðgengi á vef. Blindrafélagið og Siteimprove sáu um að velja og tilnefna vefi þessara fyrirtækja/stofnana:

  • Almenni lífeyrissjóðurinn
  • Háskóli Íslands
  • Isavia
  • Lífeyrissjóður verzlunarmanna
  • Valitor

Niðurstaðan varð að vefur Isavia hlaut verðlaunin. Sá vefur fékk einnig verðlaunin Fyrirtækjavefur ársins, stór fyrirtæki.

Merki sjóðsins tilnefnt til FÍT-verðlaunanna

Nýtt merki sjóðsins hefur verið tilnefnt til FÍT-verðlaunanna 2019, en FÍT er félagsskapur grafískra hönnuða og myndskreyta á Íslandi. Tilnefningin er í flokknum firmamerki ásamt fjórum öðrum merkjum. Merkið var unnið hjá auglýsingastofunni Brandenburg, hönnuðirnir Dóri Andrésson, Guðmundur Pétursson og Davíð Arnar Baldursson eru höfundar.
FÍT-verðlaunin 2019 verða afhent 27. mars.

Lv Merki Blatt Rgb Lv Merki Blatt Rgb
Lv Merki Blatt Rgb Lv Merki Blatt Rgb