Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

LV semur við MSCI ESG Research

Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) samdi nýverið við MSCI ESG Research (MSCI) um aðgang að upplýsingaveitu MSCI er snýr að ábyrgum fjárfestingum. LV leggur nú aukna áherslu á ábyrgar fjárfestingar í starfsemi sinni og samningurinn við MSCI er liður í þeirri vegferð.

MSCI ESG Research er alþjóðlegt greiningarfyrirtæki í fremstu röð varðandi greiningu og miðlun upplýsinga um ábyrgar fjárfestingar. Aðgengi að greiningu MSCI gerir LV m.a. kleift að rýna betur fótspor sjóðsins þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda og aðra mikilvæga þætti er snúa að ábyrgum fjárfestingum og sjálfbærni.

LV hefur verið aðili að PRI (Principle for Responsible Investments) frá árinu 2006, var einn af stofnaðilum ICELAND SIF og gerðist fyrstur lífeyrissjóða aðili að FESTU – miðstöð um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni.

Jillis Herpers, Head EMEA ESG Client Coverage at MSCI: 

“We are proud that LV has selected us as their ESG and Climate solutions provider for their journey towards more sustainable investment strategies and transition. As a pioneer and global market leader in ESG data and analysis, as well as MSCI's strong presence in the Nordic market, MSCI is well positioned to collaborate and deliver ESG and climate risk related services and solutions, across asset class integration, and for reporting to LV which meets their customized needs and future ambitions.”

„Við erum stolt af því að LV hafi valið okkur sem upplýsingaveitu á sviði umhverfisþátta, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS) á vegferð sinni í átt að aukinni sjálfbærni bæði þegar kemur að mótun fjárfestingarstefnu sem og umsýslu eignasafna. Sem frumkvöðull og leiðandi aðili á heimsvísu í UFS upplýsingum og greiningum auk sterkrar stöðu MSCI á Norræna markaðinum, er MSCI öflugur samstarfsaðili þegar kemur að þjónustu á þessu sviði.“