Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Mikilvægar breytingar á greiðslum frá TR – Hefur þetta áhrif á þig?

Ertu fædd(ur) 1958 eða síðar og að skipuleggja töku lífeyris? 
Þá er mikilvægt að þú vitir af breyttri framkvæmd á reglum um greiðslur frá Tryggingastofnun (TR). 

LIV Lifeyrissjodur Verzlunarmanna Myndabanki 5B 0424 LIV Lifeyrissjodur Verzlunarmanna Myndabanki 5B 0424

Hvað breytist? 

Ef þú byrjar á lífeyri frá lífeyrissjóði og frestar greiðslum frá TR, þá færðu ekki lengur hækkun á greiðslum frá TR. 

Áður hækkaði lífeyrir frá TR ef greiðslum var frestað eftir 67 ára aldur, en nú gildir sú regla aðeins ef engar greiðslur hafa hafist frá lífeyrissjóði. 

Dæmi – Hvernig hefur þetta áhrif á Jón? 

  • Jón, fæddur 1960, byrjar að taka lífeyri úr lífeyrissjóði við 65 ára aldur. 
  • Hann hyggst fresta greiðslum frá TR til 70 ára aldurs til að fá hærri greiðslur síðar. 

Áður en breytingarnar tóku gildi: 

  • Jón hefði fengið um 20% hærri greiðslur frá TR við 70 ára aldur, þar sem lífeyrir frá TR hækkaði með frestun. 

Eftir breytingarnar: 

  • Jón fær greiðslur frá TR miðað við 67 ára aldur, án hækkunar, þar sem hann hóf töku lífeyris frá lífeyrissjóði fyrir þann aldur. 

Hvað þýðir þetta fyrir þig? 

Ef þú ert að skipuleggja töku lífeyris, skiptir máli að kynna sér þessar breytingar vel. Þær hafa ekki áhrif á greiðslur frá lífeyrissjóði, en þær geta haft áhrif á greiðslur frá TR ef þú ákveður að fresta þeim. 

Ef spurningar vakna getur verið gott að hafa samband við TR og ávallt er velkomið að hafa samband við ráðgjafa okkar.