Nýjungar í húsnæðislánum og vaxtalækkun
• Hámarksveðhlutfall 85% fyrir fyrstu kaupendur
• Hámarkslán hækka í 95 milljónir króna
• Rýmri lántökuréttur fyrir fyrstu kaupendur
• Óverðtryggðir vextir lækka um 0,5-0,53%
17. des. 2024
• Hámarksveðhlutfall 85% fyrir fyrstu kaupendur
• Hámarkslán hækka í 95 milljónir króna
• Rýmri lántökuréttur fyrir fyrstu kaupendur
• Óverðtryggðir vextir lækka um 0,5-0,53%
17. des. 2024
Lífeyrissjóður verzlunarmanna býður nú fyrstu kaupendum fasteigna að sækja um viðbótarlán og fá allt að 85% veðhlutfall. Viðbótarlán eru óverðtryggð með föstum vöxtum í þrjú ár og 0,75% vaxtaálagi. Hámarkslánstími er 25 ár.
Til að eiga rétt á þessu láni nægir að hafa greitt einu sinni til sjóðsins í séreign eða lögbundið iðgjald.
Hámarkslán hækka í 95 milljónir króna í takt við verðhækkanir á fasteignamarkaði síðustu ár. Hámarksveðhlutfall er áfram 70%.
Til að eiga lánsrétt þarf að hafa greitt til sjóðsins í a.m.k. 6 mánuði samfellt eða samtals í 36 mánuði í lögbundið iðgjald eða séreign.
Lánategund |
Hámarksveðhlutfall |
Hámarkslán |
Lánsréttur |
Uppgreiðslugjald |
Fyrstu kaupendur |
85% |
95 milljónir króna |
1 mánuður |
0% |
Húsnæðislán |
70% |
95 milljónir króna |
6 mánuðir samfellt eða 36 mánuðir samtals |
0% |
Óverðtryggir fastir vextir sjóðsins lækka úr 8,93% í 8,43% frá 16. desember. Óverðtryggðir breytilegir vextir lækka úr 9,68% í 9,15% frá 1. febrúar 2025. Viðbótarlán með óverðtryggðum föstum vöxtum í 3 ár sem bjóðast fyrstu kaupendum bera 9,18% vexti frá 16. desember.
„Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur frá upphafi lagt áherslu á að veita sjóðfélögum lán til húsnæðiskaupa. Það er mikill áhugi meðal sjóðfélaga að hafa aðgang að samkeppnishæfum lánum og fyrir sjóðinn hefur það verið farsæll fjárfestingarkostur,“ segir Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri sjóðsins.
„Við ætlum að vera áfram góður valkostur fyrir lántakendur á öllum aldri en leggjum nú sérstaka áherslu á að mæta þörfum yngri sjóðfélaga. Auk þess að bjóða 85% hámarksveðhlutfall eru engin uppgreiðslugjöld hjá okkur og hægt er að óska eftir greiðsluhléi í fæðingarorlofi.“
Nánari upplýsingar eru á live.is auk þess sem hægt er að bóka tíma hjá ráðgjöfum.