Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Nýr lánaflokkur: Óverðtryggð lán með breytilega vexti

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) ákvað á fundi hinn 21. október 2021 að stofna nýjan lánaflokk sjóðfélagalána. Lánin verða óverðtryggð með breytilega vexti, sem verða nú 3,85%. Þessi nýi lánaflokkur verður í boði frá og með mánudeginum 25. október 2021.

Á sama fundi ákvað stjórnin einnig vexti annarra sjóðfélagalána sem hér segir:

Verðtryggðir vextir, fastir út lánstíma, verða lækkaðir um 0,20 prósentustig, hafa verið 3,20% og verða 3,00% (þetta á við ný lán eingöngu).

Verðtryggðir vextir fastir í 5 ár verða áfram 2,01%.

Óverðtryggðir vextir fastir í 3 ár verða áfram 4,57%.

Vaxtabreyting tekur gildi föstudaginn 22. október 2021.