Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Nýr sjóðfélagavefur

Sjóðfélagavefurinn, einkasvæði hvers sjóðfélaga okkar á vefnum, hefur verið uppfærður.

Allir sjóðfélagar sem eiga réttindi hjá LV, geta skráð sig inn á sjóðfélagavefinn, þú átt réttindi hjá sjóðnum ef þú hefur einhvern tíma greitt iðgjöld til sjóðsins. Þú skráir þig inn með rafrænni skráningu eða með Íslykli, hnappur til innskráningar er efst í hægra horni vefsins.

Þegar þú hefur opnað þitt svæði blasa við helstu upplýsingar um þín mál hjá sjóðnum. Þetta eru upplýsingar um lífeyrisréttindi, eða lífeyrisgreiðslur ef þú hefur byrjað töku lífeyris. Um séreign þína hér hjá LV, og/eða um tilgreinda séreign. Einnig eru ítarlegar upplýsingar um stöðu lána, ef þú ert með lán hjá sjóðnum.

Neðan við þessa helstu efnisflokka er valhnappur fyrir nánari upplýsingar. Neðst á forsíðunni er hnappur til að velja að sjá lífeyrisréttindi hjá öðrum samtryggingarsjóðum, en margir hafa greitt iðgjöld til fleiri en eins sjóðs um ævina.

Vinstra megin er stika þar sem hægt er að velja hvern efnisflokk og fara á milli þeirra. Þar er einnig hægt að velja að afþakka pappírssendingar og þar má finna skjöl eins og yfirlit yfir réttindi þín og hægt er að vista þau skjöl.

Við hönnun sjóðfélagavefsins var mikil áhersla lögð á að gera notkun hans sem einfaldasta um leið og allar nauðsynlegar upplýsingar, sem varða hag hvers sjóðfélaga og lífeyrisþega, yrðu auðfinnanlegar og auðskiljanlegar. Það er því mikils virði ef þú hefur gagnlegar ábendingar um hvernig bæta megi upplýsingagjöfina að þú látir okkur vita með tölvupósti á netfangið skrifstofa@live.is.

 Starfsfólk Lífeyrissjóðs verzlunarmanna