Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Nýtt skilagreinakerfi og fyrirtækjavefur fara í loftið 23. september

Við erum afar ánægð að segja frá því að þann 23. september verður nýtt skilagreinakerfi og nýr fyrirtækjavefur tekinn í gagnið. Breytingin er fyrsta skrefið í endurnýjun tæknilegs umhverfis iðgjalda og skilagreina hjá sjóðnum.

Liv Lifeyrissjodur Verslunarmanna 1846 1022 Liv Lifeyrissjodur Verslunarmanna 1846 1022

Vegna uppfærslunnar mun skilagreinaþjónustan liggja niðri frá miðnætti aðfararnótt föstudags 20. september til kl. 09:00 á mánudagsmorgun. Ekki verður hægt að senda inn skilagreinar á þeim tíma.

Skil í gegnum launakerfi: Þú þarft ekkert að gera 

Launagreiðendur sem nota launakerfi til að skila skilagreinum þurfa ekki að bregðast við með neinum hætti. 

Skil í gegnum fyrirtækjavef verða betri og þægilegri 

Þeir sem skila inn skilagreinum í gegnum fyrirtækjavefinn verða varir við nýtt og betra viðmót en þurfa ekki að bregðast við með neinum hætti. 

Þessi póstur er eingöngu til upplýsinga

Við viljum upplýsa um breytinguna fyrirfram því ekki er hægt að útiloka að einhverjir hnökrar verði á skilum á meðan á innleiðingu stendur. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að lágmarka slíkt.  

Spurt og svarað

Verður sama notendanafn og lykilorð inn á fyrirtækjavefinn?

Já, allt varðandi innskráningu er óbreytt.  

Ef upp kemur villa hvað geri ég þá?

Ef vandamál koma upp hafið samband á live@live.is. Við förum í málið eins fljótt og kostur er og höfum samband við þig til baka.  

Hvaða breytingar mun ég verða var/vör við?

Notendaviðmótið á fyrirtækjavefnum hefur verið uppfært. Á næstu mánuðum verður þróun á stafrænni þjónustu við launagreiðendur sem við kynnum nánar þegar fram líða stundir. 

Fyrirtækjavefur