Nýtt yfirlit sjóðfélaga á Mínum síðum á live.is
Nýtt yfirlit bíður sjóðfélaga á skjalasvæðinu á Mínum síðum. Nú heyra prentuð yfirlit sögunni til og yfirlit sjóðsins eru eingöngu rafræn.


19. apr. 2024
Nýtt yfirlit bíður sjóðfélaga á skjalasvæðinu á Mínum síðum. Nú heyra prentuð yfirlit sögunni til og yfirlit sjóðsins eru eingöngu rafræn.
19. apr. 2024
Yfirlit yfir greiðslur og stöðu áunninna réttinda eru send tvisvar á ári og tilkynning send á netfang sjóðfélaga. Því er mikilvægt að netfang og símanúmer séu ávallt uppfærð.
Á live.is er að finna spurt og svarað um yfirlit sjóðsins til nánari útskýringar ef spurningar vakna.
Við hvetjum sjóðfélaga til að bera saman upphæðir launaseðla og upphæðir á yfirlitum og láta vita ef greiðslur vantar.
Rekstraryfirlit vegna 2023 er jafnframt að finna í skjalasafni sjóðfélaga.