Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Ofgreiddir vextir verða endurgreiddir

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna ákvað á fundi sínum í dag, fimmtudaginn 23. janúar 2020, að bregðast við ákvörðun Neytendastofu frá desember síðastliðnum um að breytt viðmið fyrir vexti á verðtryggðum lánum með breytilega vexti væru ekki í samræmi við ákvæði laga.

Ákvörðun neytendastofu felur í sér að lántakar, sem tekið hafa verðtryggð lán með breytilegum vöxtum á tímabilinu frá ársbyrjun 2001 til apríl 2017 hafa greitt of háa vexti frá og með júní 2019.

Stjórn sjóðsins ákvað að færa vaxtaviðmið aftur til fyrra horfs og þar sem vextir samkvæmt því viðmiði hafa reynst lægri en þeir vextir sem tilkynntir voru í maí 2019 mun sjóðurinn endurgreiða lántökum mismuninn.

Lántakar fá send bréf innan tíðar með nánari upplýsingum um framkvæmd endurgreiðslunnar. Einnig verða nánari upplýsingar birtar á sjóðfélagavef viðkomandi lántakenda.