Páll Ásgrímsson nýr í stjórn sjóðsins
Páll Ásgrímsson hefur tekið sæti í stjórn sjóðsins í stað Árna Stefánssonar, stjórnarmanns síðan 2017.


27. mar. 2025
Páll Ásgrímsson hefur tekið sæti í stjórn sjóðsins í stað Árna Stefánssonar, stjórnarmanns síðan 2017.
27. mar. 2025
Páll Ásgrímsson hefur tekið sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Páll er aðallögfræðingur Sýnar hf. og situr í framkvæmdastjórn félagsins. Áður var Páll einn eigenda lögmannsstofunnar Juris, forstöðumaður og framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Símans (síðar Skipta) auk þess að búa að reynslu frá EFTA og ESA í Brussel, verið yfirlögfræðingur hjá Samkeppnisstofnun og lögfræðingur viðskipta- og iðnaðarráðuneytis. Þá hefur Páll setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, t.d. Símans hf., Mílu ehf., FARICE hf., Skjásins ehf., Já hf. og Byr hf.
Páll er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu í Evrópurétti frá London School of Economics, ásamt því að vera með málflutningsréttindi.
Ég hlakka til samstarfsins innan stjórnar LIVE. Mestan hluta starfsævinnar hef ég sérhæft mig á sviði fjarskipta- og fjölmiðlareksturs. Það er því kærkomin áskorun að rifja upp starfsemi á fjármálamarkaði, en í upphafi starfsferilsins tók ég þátt í að semja lagafrumvörp á sviði fjármálaþjónustu. LIVE er stærsti opni lífeyrissjóður landsins. Ég er því þakklátur að vera treyst fyrir því ábyrgðarhlutverki að sitja í stjórn hans.
Aðrar breytingar á stjórn eru þær að Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar hefur gengið úr stjórn eftir 8 ára farsæl störf í þágu sjóðfélaga.
Þá hefur Jón Ólafur Halldórsson tekið við sem formaður stjórnar og Stefán Sveinbjörnsson sem varaformaður.