Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Sérfræðingur í eignastýringu

LV óskar eftir að ráða öflugan einstakling til starfa í eignastýringarteymi sjóðsins.

Leitað er að ábyrgum og metnaðarfullum einstaklingi með reynslu af fjármálamarkaði og mikinn áhuga á eignastýringu. Næsti yfirmaður sérfræðings er forstöðumaður eignastýringar.

Í boði er áhugavert og krefjandi starf við umfangsmikið eignasafn sjóðsins.

Helstu verkefni

  • Virkt samstarf við forstöðumann eignastýringar og aðra viðkomandi starfsmenn
  • Umsýsla eigna sjóðsins, m.a. eftirlit með ávöxtun og áhættu í eignasafni
  • Greining á væntri ávöxtun og áhættu eignaflokka til skemmri og lengri tíma
  • Greining fjárfestingartækifæra
  • Samskipti við aðila á fjármálamarkaði
  • Skýrslugerð og almenn upplýsingagjöf til stjórnenda og eftirlitsaðila

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem viðskipta-, hag-, eða verkfræði
  • Reynsla af störfum á fjármálamarkaði
  • Hæfni til að greina flókin fjárfestingarverkefni og kynna þau með skipulögðum hætti
  • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og fagleg framkoma
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Próf í verðbréfaviðskiptum er kostur

Nánari upplýsingar um starfið

Með umsókn skal fylgja kynningarbréf þar sem í stuttu og kjarnyrtu máli er gerð grein fyrir kostum umsækjanda sem nýtast í starfi auk ferilskrár. Á síðari stigum þarf umsækjandi jafnframt að sýna fram á að persónuleg fjármál og önnur fjárhagsleg umsýsla sé flekklaus.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Áhugasamir einstaklingar, af öllum kynjum, eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intelltecta.is).
Umsóknarfrestur er til 27. apríl 2020. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is