Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Sunna ný í stjórn LV

Sunna Jóhannsdóttir hefur tekið sæti í stjórn LV eftir að Guðrún Johnsen hætti í stjórn sjóðsins samhliða ráðningu hennar í starf ráðgjafa yfirstjórnar danska seðlabankans.
Sunna Johannsdottir Sunna Johannsdottir

Sunna kom inn sem varamaður í stjórn eftir ársfund LV 2022, tilnefnd af VR. Hún er menntaður viðskiptafræðingur, Cand. Oecon frá Háskóla Íslands auk þess að hafa lokið diplóma í alþjóðasamskiptum frá sama skóla. Sunna hefur starfað sem verkefnastjóri fjármála hjá Íslensku óperunni síðan 2019 en var áður með eigin rekstur í reikningshaldi og tengdri ráðgjöf. Hún hefur einnig starfað við reikningshald og endurskoðun hjá PwC á Íslandi og í Noregi og starfað sem framkvæmdastjóri fjölmiðils.

Sunna á sæti í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar, tilnefnd af stjórn Orkuveitunnar (frá 2014) og hefur setið í stjórn Parkinsonsamtakanna á Íslandi síðan 2020.

Við þökkum Guðrúnu fyrir afar gott og farsælt samstarf og óskum henni góðs gengis í nýjum verkefnum.

Þá bjóðum við Sunnu velkomna í stjórn og væntum mikils af hennar störfum í þágu sjóðfélaga.