Þjónustan á netið
Afgreiðsla sjóðsins er opin kl. 9-16, einungis fyrir afhendingu og móttöku skjala. Öll önnur þjónusta fer fram á netinu, með síma eða í tölvupósti.
17. mar. 2020
Afgreiðsla sjóðsins er opin kl. 9-16, einungis fyrir afhendingu og móttöku skjala. Öll önnur þjónusta fer fram á netinu, með síma eða í tölvupósti.
17. mar. 2020
Á vef sjóðsins eru ítarlegar upplýsingar um lánamál, lífeyrisréttindi og annað sem varðar hagsmuni sjóðfélaga. Öll umsóknarform eru aðgengileg hér . Einnig er þar að finna spurningar og svör við algengum spurningum. Launagreiðendur sjá stöðu sína á fyrirtækjavef sjóðsins og á vef sjóðsins.
Sjóðfélagavefurinn er alltaf aðgengilegur. Þar er að finna allar upplýsingar um réttindi í sjóðnum, lífeyrisgreiðslur og stöðu lána. Einnig er hægt að sækja um ellilífeyrir og örorkulífeyrir.
Við erum einnig til staðar á netfanginu skrifstofa@live.is og í síma 580 4000. Skiptiborð og símaþjónusta er opin frá 9:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 9:00 til 15:00 á föstudögum.
Póstkassi fyrir bréfpóst til lífeyrissjóðsins er staðsettur í kjallara/hæð 0 í Húsi verzlunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík.