Um launahækkun forstjóra N1
Lífeyrissjóður verzlunarmanna, eigandi 13,3% hlutafjár í N1, lýsir undrun sinni á ákvörðun stjórnar N1 um launahækkun forstjóra félagsins.
16. mar. 2018
Lífeyrissjóður verzlunarmanna, eigandi 13,3% hlutafjár í N1, lýsir undrun sinni á ákvörðun stjórnar N1 um launahækkun forstjóra félagsins.
16. mar. 2018
Sjóðnum var ekki kunnugt um þessa launahækkun fyrr en upplýsingar birtust í ársreikningi félagsins og í fjölmiðlum.
Í starfskjarastefnu N1 hf. kemur fram að kjör forstjóra skuli vera samkeppnishæf og taka mið af hæfni, ábyrgð og umfangi starfans. Lífeyrissjóðurinn telur það orka mjög tvímælist hvort fjárhæð launa forstjóra og hækkun þeirra samræmist þessum viðmiðum og þeim sjónarmiðum sem hluthafastefna sjóðsins byggir á.